Mikinn fjölda þarf til að útstrikun hafi áhrif 12. maí 2007 08:45 Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál. Kosningar 2007 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál.
Kosningar 2007 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira