Mótleikur úr Efstaleitinu 17. maí 2007 14:00 Taugatitringur í sumar. Fyrsti samlestur á nýju sakamálaleikriti Útvarpsleikhússins var haldinn á dögunum. MYND/GVA Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar. Nýlega var boðað til fyrsta samlesturs á fyrri sakamálaseríu sumarsins, splunkunýju leikriti Jóns Halls Stefánssonar rithöfundar sem gárungarnir hafa kallað „krónprins íslensku glæpasögunnar“. Verkið ber heitið Mótleikur en það hlaut önnur verðlaun í leikritakeppni Borgarleikhússins „Sakamál á svið“ í vetur. Leikendur í verkinu verða Björk Jakobsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Sveinn Þórir Geirsson og Davíð Guðbrandsson. Leikstjórnin er í höndum Guðmundar Inga Þorvaldssonar en hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur þar sem hann samdi og lék aðalhlutverkið í verðlaunaútvarpsverki Grímunnar árið 2006. Tónlistin er í höndum Halls Ingólfssonar sem var tilnefndur til Grímunnar sama ár fyrir tónsmíð. Mótleikur verður á dagskrá í júlí en í sumar verður einnig flutt leikgerð skáldsögunnar Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson. Það er því greinilega spennandi sumar fram undan. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar. Nýlega var boðað til fyrsta samlesturs á fyrri sakamálaseríu sumarsins, splunkunýju leikriti Jóns Halls Stefánssonar rithöfundar sem gárungarnir hafa kallað „krónprins íslensku glæpasögunnar“. Verkið ber heitið Mótleikur en það hlaut önnur verðlaun í leikritakeppni Borgarleikhússins „Sakamál á svið“ í vetur. Leikendur í verkinu verða Björk Jakobsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Sveinn Þórir Geirsson og Davíð Guðbrandsson. Leikstjórnin er í höndum Guðmundar Inga Þorvaldssonar en hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur þar sem hann samdi og lék aðalhlutverkið í verðlaunaútvarpsverki Grímunnar árið 2006. Tónlistin er í höndum Halls Ingólfssonar sem var tilnefndur til Grímunnar sama ár fyrir tónsmíð. Mótleikur verður á dagskrá í júlí en í sumar verður einnig flutt leikgerð skáldsögunnar Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson. Það er því greinilega spennandi sumar fram undan.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira