Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana 20. maí 2007 00:01 Frá björgunaraðgerðum í Reynisfjöru. MYND/Þórir N. Kjartansson Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15