Bíó og sjónvarp

Barbarella snýr aftur á næsta ári

Leikstjórinn þekkti ætlar að snúa sér næst að endurgerð Barbarella.
Leikstjórinn þekkti ætlar að snúa sér næst að endurgerð Barbarella.

Leikstjórinn Robert Rodriguez, maðurinn á bak við Sin City, ætlar að endurgera kvikmyndina Barbarella. Jane Fonda fór með aðalhlutverkið í upphaflegu myndinni sem kom út árið 1968. Er hún byggð á myndasögubók Frakkans Jean-Claude Forest og fjallar um Barbarellu sem reynir að fletta ofan af áformum hins illa Duran-Duran í framtíðinni.

„Möguleikarnir eru endalausir,“ sagði Rodriguez. „Ég dýrka þessa goðsagnakenndu persónu og allt það sem hún hefur fram að færa.“ Framleiðandi fyrri myndarinnar, Dino De Laurentis, tekur einnig þátt í endurgerðinni sem kemur út á næsta ári. „Barbarella er ekta kvenkyns vísindaskáldsöguhetja, snjöll, sterk og kynþokkafull,“ sagði hann. „Hvað okkur varðar þá er framtíðin kvenkyns og ég get ekki beðið eftir því að kynna Barbarellu fyrir nýrri kynslóð kvikmyndaunnenda.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×