Mikið verk fyrir höndum á Íslandi 30. maí 2007 00:01 Tommy Högberg, forstjóri ProLog. Hraðinn í íslensku samfélagi skilar sér oft í óskipulögðum vöruhúsum, að sögn Tommys Högberg, forstjóra sænska fyrirtækisins ProLog. MYND/Hörður Íslendingar eru fljótir að hugsa og taka ákvarðanir. Þeir skella sér í hlutina. En hraðinn getur komið niður á skipulagningu vöruhúsa,“ segir Tommy Högberg, forstjóri og aðaleigandi sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í bestun, þróun og skilvirkni í birgðastýringu vöruhúsa. Hann segir mörg fyrirtæki hér á landi aftarlega á merinni hvað birgðastýringu varðar. En þótt yfirleitt sé ágætlega að verki staðið megi alltaf gera betur. Tommy, sem var staddur hér á landi á dögunum í tilefni útibús ProLog, segir nóg að gera enda hafi fyrirtækið ákveðið að sérhæfa sig eingöngu í birgðastýringu vöruhúsa. Tommy Högberg, sem hefur um þrjátíu ára reynslu á sínu sviði, er þekktur í þessum fræðum í heimalandi sínu og hefur hann verið nefndur konungur bestunar í skandinavískum tímaritum. Hann á langan feril að baki, er fæddur í Borås í Svíþjóð, sem skiptir höfuðmáli, að hans sögn. Bærinn er þekktur fyrir vefnaðarframleiðslu og iðnað hvers konar. Að sögn Tommys hefur iðnaðurinn kallað á skilvirka birgðastýringu í vöruhúsum og stendur bærinn framarlega á því sviði. Og ekki spillir fyrir að Svíar eru gefnir fyrir vörulista hvers konar, sem aftur krefst þess að nauðsynlegt er að byggja upp góð vöruhús til að geyma allar þær vörur sem boðið er upp á í listunum. Að sögn Tommys skiptir skipulagning vöruhúsa miklu máli. Best sé að hafa vörur sem seljist vel fremst í vöruhúsinu en þær sem síður seljist aftar. Þetta er hins vegar nokkuð sem margir flaska á, að hans sögn. Tommy segir það ekki skipta minna máli að kunna að gera marga hluti í einu þegar náð sé í vörur í vöruhús í stað þess að ná í einstaka hlut. Ólíkt því sem ætla mætti gera það margir og þurfa því að fara margar ferðir fram og aftur í vöruhúsum sínum. Til þess að spara ferðirnar koma einfaldir hlutir sér vel, svo sem litlir rafmagnsbílar með kerrum svo hægt sé að stafla vörum upp. Góður hugbúnaður fyrir birgðastýringu er ekki síður mikilvægur. Tommy mælir ekki með einum ákveðnum hugbúnaði fyrir birgðastýringu vöruhúsa heldur greinir hann í hvert og eitt skipti hvaða búnaður og hjálpartól nýtist best við hinar ýmsu aðstæður. Góð birgðastýring skilar sér í hraðari og skilvirkari afgreiðslu og getur sparað fyrirtækjum milljónir króna, að sögn Tommys, sem segist ekki taka að sér vöruhús sem séu svo illa skipulögð að breytingin á þeim skili ekki undir 20 prósenta betri hagræðingu. Tommy segir þekkingu Íslendinga á mikilvægi birgðastýringar oftar en ekki af skornum skammti. Það sjáist skýrast þegar komið sé inn í vöruhús. Ástæðan liggur í hraðanum, að mati Tommys. „Það hefur verið mikill uppgangur í efnahagslífinu á Íslandi. Það er meðal annars að þakka því að Íslendingar eru fljótir að ákveða sig. Þeir láta vaða og fara í ný verkefni,“ segir hann og bætir við að í hraðanum gleymist oft að huga að öllum þáttum, þar á meðal birgðastýringu, sem oftast mæti afgangi. Tommy neitar því ekki að þrátt fyrir allt mættu Svíar þó læra snerpuna af Íslendingum því heimafyrir gangi allt mun hægar fyrir sig. Tommy segir fyrirtæki geta hagnast mjög á góðri birgðastýringu. Stjórnendur fyrirtækja, ekki síst hér, vilji hins vegar seint viðurkenna að þeir þurfi á birgðastýringu að halda. Helsta ástæðan fyrir því er sú að þeir líta á kostnaðinn við aðstoð manna á borð við Tommy Högberg sem útgjöld sem óljóst sé hvort skili sér til baka. „Kostnaðurinn er auðvitað nokkur í upphafi,“ segir hann. „En þegar stjórnendur fara að sjá hagræðingu upp á 20 til 40 prósent á ári þá sjá þeir ekki eftir honum,“ segir Tommy Högberg og brosir. Héðan og þaðan Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Íslendingar eru fljótir að hugsa og taka ákvarðanir. Þeir skella sér í hlutina. En hraðinn getur komið niður á skipulagningu vöruhúsa,“ segir Tommy Högberg, forstjóri og aðaleigandi sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í bestun, þróun og skilvirkni í birgðastýringu vöruhúsa. Hann segir mörg fyrirtæki hér á landi aftarlega á merinni hvað birgðastýringu varðar. En þótt yfirleitt sé ágætlega að verki staðið megi alltaf gera betur. Tommy, sem var staddur hér á landi á dögunum í tilefni útibús ProLog, segir nóg að gera enda hafi fyrirtækið ákveðið að sérhæfa sig eingöngu í birgðastýringu vöruhúsa. Tommy Högberg, sem hefur um þrjátíu ára reynslu á sínu sviði, er þekktur í þessum fræðum í heimalandi sínu og hefur hann verið nefndur konungur bestunar í skandinavískum tímaritum. Hann á langan feril að baki, er fæddur í Borås í Svíþjóð, sem skiptir höfuðmáli, að hans sögn. Bærinn er þekktur fyrir vefnaðarframleiðslu og iðnað hvers konar. Að sögn Tommys hefur iðnaðurinn kallað á skilvirka birgðastýringu í vöruhúsum og stendur bærinn framarlega á því sviði. Og ekki spillir fyrir að Svíar eru gefnir fyrir vörulista hvers konar, sem aftur krefst þess að nauðsynlegt er að byggja upp góð vöruhús til að geyma allar þær vörur sem boðið er upp á í listunum. Að sögn Tommys skiptir skipulagning vöruhúsa miklu máli. Best sé að hafa vörur sem seljist vel fremst í vöruhúsinu en þær sem síður seljist aftar. Þetta er hins vegar nokkuð sem margir flaska á, að hans sögn. Tommy segir það ekki skipta minna máli að kunna að gera marga hluti í einu þegar náð sé í vörur í vöruhús í stað þess að ná í einstaka hlut. Ólíkt því sem ætla mætti gera það margir og þurfa því að fara margar ferðir fram og aftur í vöruhúsum sínum. Til þess að spara ferðirnar koma einfaldir hlutir sér vel, svo sem litlir rafmagnsbílar með kerrum svo hægt sé að stafla vörum upp. Góður hugbúnaður fyrir birgðastýringu er ekki síður mikilvægur. Tommy mælir ekki með einum ákveðnum hugbúnaði fyrir birgðastýringu vöruhúsa heldur greinir hann í hvert og eitt skipti hvaða búnaður og hjálpartól nýtist best við hinar ýmsu aðstæður. Góð birgðastýring skilar sér í hraðari og skilvirkari afgreiðslu og getur sparað fyrirtækjum milljónir króna, að sögn Tommys, sem segist ekki taka að sér vöruhús sem séu svo illa skipulögð að breytingin á þeim skili ekki undir 20 prósenta betri hagræðingu. Tommy segir þekkingu Íslendinga á mikilvægi birgðastýringar oftar en ekki af skornum skammti. Það sjáist skýrast þegar komið sé inn í vöruhús. Ástæðan liggur í hraðanum, að mati Tommys. „Það hefur verið mikill uppgangur í efnahagslífinu á Íslandi. Það er meðal annars að þakka því að Íslendingar eru fljótir að ákveða sig. Þeir láta vaða og fara í ný verkefni,“ segir hann og bætir við að í hraðanum gleymist oft að huga að öllum þáttum, þar á meðal birgðastýringu, sem oftast mæti afgangi. Tommy neitar því ekki að þrátt fyrir allt mættu Svíar þó læra snerpuna af Íslendingum því heimafyrir gangi allt mun hægar fyrir sig. Tommy segir fyrirtæki geta hagnast mjög á góðri birgðastýringu. Stjórnendur fyrirtækja, ekki síst hér, vilji hins vegar seint viðurkenna að þeir þurfi á birgðastýringu að halda. Helsta ástæðan fyrir því er sú að þeir líta á kostnaðinn við aðstoð manna á borð við Tommy Högberg sem útgjöld sem óljóst sé hvort skili sér til baka. „Kostnaðurinn er auðvitað nokkur í upphafi,“ segir hann. „En þegar stjórnendur fara að sjá hagræðingu upp á 20 til 40 prósent á ári þá sjá þeir ekki eftir honum,“ segir Tommy Högberg og brosir.
Héðan og þaðan Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira