Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur 31. maí 2007 07:00 Í tilefni af Hátíð hafsins bjóða tíu veitingastaðir í miðborginni upp á sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. MYND/GVA Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira