Bollur Bubba í Mat og lífsstíl 31. maí 2007 04:00 Speltbrauðið má annaðhvort baka í brauðformi eða sem bollur. Þáttaröðin Matur og lífsstíll, í umsjón Valgerðar Matthíasdóttur, hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar sækir Vala þekkta Íslendinga heim og fær þá til að elda uppáhaldsréttina sína fyrir áhorfendur. Þættirnir verða á dagskrá á fimmtudagskvöldum í sumar klukkan 20.05 og munu uppskriftir úr þeim birtast á síðum Fréttablaðsins. Það er tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens sem ríður á vaðið. „Það sem Bubbi sýnir okkur í fyrsta þættinum er annars vegar kartöfluréttur, ofboðslega góður, fljótlegur og hollur, og svo speltbrauð sem tekur bara nokkrar mínútur að búa til og er alveg ótrúlega gott,“ sagði Vala, sem segir Bubba sýna á sér nýja hlið. „Mér sýnist hann ansi liðtækur í eldhúsinu. Svo hefur hann náttúrlega miklar skoðanir á þessu eins og öðru, það er það sem er svo skemmtilegt við hann,“ sagði hún og hló við. Þurrefnum blandað saman í skál. Ab-mjólk og heitu vatni blandað varlega saman við. Sólblómafræjum og smá salti, ef vill, bætt í og öllu blandað varlega saman. Hrærið sem minnst í deiginu svo brauðið verði létt í sér. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mínútur við 200 gráður. Það má einnig baka í bolluformi. Bubbi notar aðrar kryddtegundir í brauðið til að breyta til. Hann mælir svo með íslensku smjöri og sjávarsalti á heitar bollurnar. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið
Þáttaröðin Matur og lífsstíll, í umsjón Valgerðar Matthíasdóttur, hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar sækir Vala þekkta Íslendinga heim og fær þá til að elda uppáhaldsréttina sína fyrir áhorfendur. Þættirnir verða á dagskrá á fimmtudagskvöldum í sumar klukkan 20.05 og munu uppskriftir úr þeim birtast á síðum Fréttablaðsins. Það er tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens sem ríður á vaðið. „Það sem Bubbi sýnir okkur í fyrsta þættinum er annars vegar kartöfluréttur, ofboðslega góður, fljótlegur og hollur, og svo speltbrauð sem tekur bara nokkrar mínútur að búa til og er alveg ótrúlega gott,“ sagði Vala, sem segir Bubba sýna á sér nýja hlið. „Mér sýnist hann ansi liðtækur í eldhúsinu. Svo hefur hann náttúrlega miklar skoðanir á þessu eins og öðru, það er það sem er svo skemmtilegt við hann,“ sagði hún og hló við. Þurrefnum blandað saman í skál. Ab-mjólk og heitu vatni blandað varlega saman við. Sólblómafræjum og smá salti, ef vill, bætt í og öllu blandað varlega saman. Hrærið sem minnst í deiginu svo brauðið verði létt í sér. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mínútur við 200 gráður. Það má einnig baka í bolluformi. Bubbi notar aðrar kryddtegundir í brauðið til að breyta til. Hann mælir svo með íslensku smjöri og sjávarsalti á heitar bollurnar.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið