Engin samkeppni hjá hjónunum 9. júní 2007 07:00 Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira