Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn.
Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins.
Eftir þessa sameiningu eru lífeyrissjóðirnir orðnir 36 talsins en voru 41 í ársbyrjun.