Hvíti víkingurinn verður Embla 14. júní 2007 08:00 Loksins er Hvíti víkingurinn orðin að myndinni sem hún átti að vera. „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira