Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood 15. júní 2007 09:15 Snorri á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og kvikmyndahandritið er tilbúið. „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira