Radiohead með nýja plötu 15. júní 2007 08:45 Radiohead eru langt komnir með sína nýja plötu. Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira