
Sport
Nær Federer að jafna met Borg?

Í dag hefst keppni á Wimbledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Svíans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppinautur Federer á mótinu en kapparnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum.