Viðskipti innlent

Neytendur sáttir við sitt

Einungis tvisvar áður hafa neytendur haft eins miklar væntingar til framtíðarinnar og nú.
Einungis tvisvar áður hafa neytendur haft eins miklar væntingar til framtíðarinnar og nú.

Neytendur hafa aldrei mælst ánægðari með núverandi ástand. Þetta sýnir nýbirt væntingavísitala Gallup sem birt var í gær fyrir júnímánuð. Hins vegar dregur örlítið úr væntingunum þegar þeir líta til næstu sex mánaða. Þrátt fyrir það eru væntingarnar miklar.



Í Morgunkorni Glitnis segir að aukning kaupmáttar, greiðari aðgangur að lánsfé og hátt gengi krónu ýti undir þessa miklu bjartsýni. Væntingavísitalan mælist nú 144, 9 stig. Það er þriðja hæsta gildi hennar frá því vorið 2001 þegar mælingar hófust.



Neytendur hafa jafnframt meiri fyrirætlanir nú en nokkru sinni fyrr um stórkaup. Gildir þá einu hvort litið er til kaupa á bifreiðum, húsnæði eða utanlandsferðum. Þetta sýnir ársfjórðungsleg mæling Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda sem einnig var birt í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×