Viðskipti innlent

Sveiflur í raungengi eru langar og stórar

Sveiflur á raungengi í stærstu iðnríkjunum þróast með öðrum hætti en áður hefur verið talið.
Sveiflur á raungengi í stærstu iðnríkjunum þróast með öðrum hætti en áður hefur verið talið.

Jón Steinsson, hagfræðingur og verðandi lektor við Columbia University í New York, hefur fengið grein samþykkta til birtingar í fræðitímaritinu American Economic Review. Greinin, sem nefnist „The Dynamic Behavior of the Real Exchange Rate in Sticky Price Models", fjallar um þróun raungengis í helstu iðnríkjunum, það er G-7 löndum, á síðustu þrjátíu árum þar sem reynt er að útskýra langar sveiflur í þróun raungengis.



„Sveiflur í raungengi eru annars vegar mjög langar og hins vegar afar stórar," segir Jón um meginniðurstöðurnar. „Ég er að benda á að þegar raungengi fer að hreyfast í eina áttina þá heldur það áfram að þróast í sömu átt í nokkurn tíma sem gerir það að verkum að sveiflurnar eru svona langar. Þær eru öðruvísi í laginu en áður hafði verið talið."

Að minnsta kosti einu sinni áður hefur grein eftir Íslendinga birst í American Economic Review. Björn R. Guðmundsson, Gylfi Zoega og Marco Bianchi birtu árið 2001 grein um skattlausa árið 1987, undir yfirskriftinni „Iceland's Natural Experiment in Supply-Side Economics."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×