Slagurinn merki um þroska markaðar 27. júní 2007 04:15 Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins. Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins.
Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira