Fiskréttur flugmannsins 28. júní 2007 00:01 Egill Ibsen Óskarsson. Flugmaðurinn er lipur í eldhúsinu og sýður saman girnilegan fisk- og hrísgrjónarétt fyrir lesendur Fréttablaðsins. MYND/Anton Egill Ibsen Óskarsson starfar sem flugmaður en hefur mikinn áhuga á myndlist og mat og eyðir frístundum sínum í að rækta þessi áhugamál. „Ég er frekar duglegur að elda heima en fylgi þó aldrei uppskriftum. Ég tek bara það sem er til og skelli því í rétt en ég á það þó til að kíkja í uppskriftarbækur til að fá hugmyndir um hráefni,“ segir Egill Ibsen Óskarsson flugmaður. Aðspurður hvað honum þyki skemmtilegast að elda segir hann: „Það er langskemmtilegast þegar við konan eldum eitthvað gott saman og þá dreypum við á hvítvíni á meðan við undirbúum matreiðsluna,“ segir Egill. Þegar hann er beðinn um að nefna það besta sem hann fær er hann snöggur að svara. „Það eru svartfuglsegg. Þau fást hvergi annars staðar en á Íslandi og eru bara svo hrikalega góð og fljótelduð. Ég er reyndar líka rosalega mikið fyrir sushi,“ segir hann og er fljótur að sjóða saman nokkur mikilvæg ráð fyrir áhugamenn um sushigerð. „Það eru nokkur atriði sem þarf að passa mjög vel. Í fyrsta lagi þarf að skola sushi-hrísgrjónin vel eftir að þau eru soðin og skola þau alveg þar til hættir að koma hvítur litur í vatnið. Svo er algjörlega nauðsynlegt að kæla þau mjög vel. Hrísgrjónin þarf að sjóða daginn áður en sushi-ið er gert svo þau séu örugglega orðin nógu köld. Það þýðir ekkert að gera sushi úr volgum hrísgrjónum því þá klessast þau bara saman,“ segir Egill sem greinilega er orðinn sérfræðingur. „Þá þarf að blanda réttu hrísgrjónasósuna sem oftast er gerð úr ediki, sykri og stundum fleiri bragðefnum en japanskar fjölskyldur eru hver með sína eigin sérblandaða hrísgrjónasósu. Síðasta ráðið er að setja vitawrap filmu á milli þarans og mottunnar sem notuð er til að rúlla upp sushi-inu. Þetta er trikk sem ég sá í japönsku eldhúsi og kemur í veg fyrir að safinn úr hrísgrjónunum bleyti allt saman.“ Egill valdi uppskrift til að deila með lesendum og er það uppskrift að fljótlegum fiskirétti sem hann bjó til nýlega. Matur Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið
Egill Ibsen Óskarsson starfar sem flugmaður en hefur mikinn áhuga á myndlist og mat og eyðir frístundum sínum í að rækta þessi áhugamál. „Ég er frekar duglegur að elda heima en fylgi þó aldrei uppskriftum. Ég tek bara það sem er til og skelli því í rétt en ég á það þó til að kíkja í uppskriftarbækur til að fá hugmyndir um hráefni,“ segir Egill Ibsen Óskarsson flugmaður. Aðspurður hvað honum þyki skemmtilegast að elda segir hann: „Það er langskemmtilegast þegar við konan eldum eitthvað gott saman og þá dreypum við á hvítvíni á meðan við undirbúum matreiðsluna,“ segir Egill. Þegar hann er beðinn um að nefna það besta sem hann fær er hann snöggur að svara. „Það eru svartfuglsegg. Þau fást hvergi annars staðar en á Íslandi og eru bara svo hrikalega góð og fljótelduð. Ég er reyndar líka rosalega mikið fyrir sushi,“ segir hann og er fljótur að sjóða saman nokkur mikilvæg ráð fyrir áhugamenn um sushigerð. „Það eru nokkur atriði sem þarf að passa mjög vel. Í fyrsta lagi þarf að skola sushi-hrísgrjónin vel eftir að þau eru soðin og skola þau alveg þar til hættir að koma hvítur litur í vatnið. Svo er algjörlega nauðsynlegt að kæla þau mjög vel. Hrísgrjónin þarf að sjóða daginn áður en sushi-ið er gert svo þau séu örugglega orðin nógu köld. Það þýðir ekkert að gera sushi úr volgum hrísgrjónum því þá klessast þau bara saman,“ segir Egill sem greinilega er orðinn sérfræðingur. „Þá þarf að blanda réttu hrísgrjónasósuna sem oftast er gerð úr ediki, sykri og stundum fleiri bragðefnum en japanskar fjölskyldur eru hver með sína eigin sérblandaða hrísgrjónasósu. Síðasta ráðið er að setja vitawrap filmu á milli þarans og mottunnar sem notuð er til að rúlla upp sushi-inu. Þetta er trikk sem ég sá í japönsku eldhúsi og kemur í veg fyrir að safinn úr hrísgrjónunum bleyti allt saman.“ Egill valdi uppskrift til að deila með lesendum og er það uppskrift að fljótlegum fiskirétti sem hann bjó til nýlega.
Matur Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið