McClane á gervihnattaöld 30. júní 2007 00:01 Die Hard 4.0 Leikstjóri: Len Wiseman Aðalhlutverk: Bruce Willis, Justin Long og Timothy Olyphant. HHH Nýjasta kvikmyndin um harðhausinn John McClane á eflaust eftir að ylja aðdáendum Die Hard og frammistaða Bruce Willis svíkur engan. Hún líður þó fyrir frekar bragðdauft og sviplaust illmenni. Freyr Gígja Gunnarsson skrifar,Hollywood hefur ekki tekist að skapa nýjar hetjur sem hvorki eru byggðar á myndasögum né hafa óeðlilega krafta í kögglum. Hetjur sem standa einar á móti öllu og beita gömlum en gildum aðferðum við að knésetja óþjóðalýðinn. Og því hefur draumasmiðjan endurvakið eina fræknustu, kjaftforustu og mannlegustu hetju síðari tíma og etur henni gegn nútímanum holdi klæddum; tölvuþrjót. John McClane er orðinn grár og gugginn. Síðustu árin hafa verið honum erfið í einkalífinu enda er eiginkonan Holly farin frá honum og krakkarnir vilja ekkert við hann tala. Starfið hjá lögreglunni í New York er rólegt og það er varla að McClane hafi þurft að hleypa af einu skoti. En þegar McClane er falið að sækja tölvuþrjótinn Matthew Farrell til yfirheyrslu hjá FBI flækist hann inn í listilega skipulagðan glæp hins miskunnarlausa tölvusnillings Thomas Gabriel. Gabriel framkvæmir svonefnda „rýmingarsölu“ á tölvukerfum Bandaríkjanna og lamar allt stjórn- og hagkerfi landsins í þeim tilgangi að ræna stjarnfræðilegum upphæðum. McClane tekst auðvitað að pirra vonda náungann fram úr hófi með steinaldaraðferðum sínum, hnyttnum tilsvörum og tveimur hnefum auk löggubyssunnar. Fjórða myndin er full af spennu og hraða, eltingarleikjum og sprengjum. Leikstjórinn Len Wiseman heldur vel utan um stjórnartaumana og víða má finna tilvísanir í gömlu myndirnar. Vandi Die Hard 4.0 er kannski fyrst og fremst fólginn í frekar slöppum vondum karli en Gabriel er hnakkavæddur tölvugúru og heldur sviplaus. Leikarinn Timothy Olyphant á þó alla samúð skilið, hann fetar í vandfyllt spor Alans Rickman og Jeremys Iron. Die Hard 4.0 er eins og hasarmyndir eiga að vera. Og eflaust myndi McClane lemja líftóruna úr öllum þessum snoppufríðu hetjum með næturkremin og sléttu húðina sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsunum að undanförnu. Willis gerir McClane fyrst og fremst mannlegan sem enn á ný þarf að fórna lífi og limum til að koma í veg fyrir að áætlanir skúrkanna gangi upp og bjarga deginum. Þó að Bruce sé kominn á efri árin er hann enn í fantaformi og aðdáendur Die Hard-myndanna verða ekki sviknir þótt hún skáki varla háhýsatryllinum í Nakatomi eða eltingarleiknum við Simon. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Freyr Gígja Gunnarsson skrifar,Hollywood hefur ekki tekist að skapa nýjar hetjur sem hvorki eru byggðar á myndasögum né hafa óeðlilega krafta í kögglum. Hetjur sem standa einar á móti öllu og beita gömlum en gildum aðferðum við að knésetja óþjóðalýðinn. Og því hefur draumasmiðjan endurvakið eina fræknustu, kjaftforustu og mannlegustu hetju síðari tíma og etur henni gegn nútímanum holdi klæddum; tölvuþrjót. John McClane er orðinn grár og gugginn. Síðustu árin hafa verið honum erfið í einkalífinu enda er eiginkonan Holly farin frá honum og krakkarnir vilja ekkert við hann tala. Starfið hjá lögreglunni í New York er rólegt og það er varla að McClane hafi þurft að hleypa af einu skoti. En þegar McClane er falið að sækja tölvuþrjótinn Matthew Farrell til yfirheyrslu hjá FBI flækist hann inn í listilega skipulagðan glæp hins miskunnarlausa tölvusnillings Thomas Gabriel. Gabriel framkvæmir svonefnda „rýmingarsölu“ á tölvukerfum Bandaríkjanna og lamar allt stjórn- og hagkerfi landsins í þeim tilgangi að ræna stjarnfræðilegum upphæðum. McClane tekst auðvitað að pirra vonda náungann fram úr hófi með steinaldaraðferðum sínum, hnyttnum tilsvörum og tveimur hnefum auk löggubyssunnar. Fjórða myndin er full af spennu og hraða, eltingarleikjum og sprengjum. Leikstjórinn Len Wiseman heldur vel utan um stjórnartaumana og víða má finna tilvísanir í gömlu myndirnar. Vandi Die Hard 4.0 er kannski fyrst og fremst fólginn í frekar slöppum vondum karli en Gabriel er hnakkavæddur tölvugúru og heldur sviplaus. Leikarinn Timothy Olyphant á þó alla samúð skilið, hann fetar í vandfyllt spor Alans Rickman og Jeremys Iron. Die Hard 4.0 er eins og hasarmyndir eiga að vera. Og eflaust myndi McClane lemja líftóruna úr öllum þessum snoppufríðu hetjum með næturkremin og sléttu húðina sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsunum að undanförnu. Willis gerir McClane fyrst og fremst mannlegan sem enn á ný þarf að fórna lífi og limum til að koma í veg fyrir að áætlanir skúrkanna gangi upp og bjarga deginum. Þó að Bruce sé kominn á efri árin er hann enn í fantaformi og aðdáendur Die Hard-myndanna verða ekki sviknir þótt hún skáki varla háhýsatryllinum í Nakatomi eða eltingarleiknum við Simon.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira