Greindarvísitala eldri systkina mælist hærri en þeirra yngri 9. júlí 2007 08:00 Fimmburar þurfa líklega ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af gáfnamun og önnur systkini miðað við rannsóknina. MYND/AP Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu." Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu."
Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira