Í sama skóla og James Bond 11. júlí 2007 01:30 Heiða Rún segir fyrirsætustörf á Indlandi hafa hjálpað sér í inntökuprófum í leiklistarskóla. Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira