Endurreisn langspilsins 12. júlí 2007 06:30 Spilmenn Ríkínís. Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon og Sigursveinn Magnússon leika hér á myndinni á ýmis hljóðfæri. Á meðan fær langspilið smá hvíld á borðinu fyrir framan þau. MYND/Vilhelm Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið. Langspil var áberandi á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Auk íslenska langspilsins voru tónleikar með langspili frá Noregi og Bandaríkjunum og einnig var haldið málþing um langspil. Langspilið hefur notið aukinna vinsælda síðustu árin, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir frægir tónlistarmenn nýtt sér hljóm þess. Örn Magnússon píanóleikari er mikill áhugamaður um þetta hljóðfæri. Hann er í hljómsveitinni Spilmenn Ríkínís sem leikur þjóðlög á forn hljóðfæri. Hún hélt eftirminnilega tónleika í Siglufjarðarkirkju á þjóðlagahátíðinni. „Ég er enn að læra á þetta hljóðfæri, langspilið,“ segir Örn. „Í hvert sinn sem ég sest niður og leik á það finnst mér eitthvað vera að gerast og eitthvað vera að opnast. Ég er afskaplega heillaður af því. Það hefur með þennan hljóðláta hljóm að gera. Hann er afskaplega laus við að vaða yfir mann. Hann er yfirlætislaus. Maður hefur tilfinningu fyrir eldri tíma en jafnframt fegurð í dag, allavega eins og ég skynja þetta. Ég er ekkert að reyna að vera langspilsleikari eins og þeir voru fyrir hundrað árum eða neitt slíkt. Ég nálgast þetta bara eins og músíkant sem nálgast hljóðfæri sem hann er heillaður af.“ Það sem er sérstakt við íslenska langspilið er að það er leikið á boga. „Það er miklu auðveldara að nota staf til að slá á strengina eða nögl heldur en að munda bogann,“ segir Örn. Ástæðan fyrir því að boginn var notaður á Íslandi er sú að íslenska langspilið er einfaldara að gerð en mörg önnur langspil og því auðveldara að munda bogann á það. Langspilið er lágvært og hentar síður fyrir hefðbundna tónleikasali en stofutónleika. Það er líklega ástæðan fyrir að hljóðfærið lét undan síga um þarsíðustu aldamót. En væri þá ekki hentugt að gefa tónlist með langspili út, það myndi örugglega njóta sín vel í tónspilara? „Það stendur til. Mér finnst ég samt þurfa að kunna svolítið vel það sem ég er að gera áður en ég stíg á stokk eða gef eitthvað út. Það gerir kannski mín klassíska menntun. Það felst ábyrgð í því að vera tónlistarmaður hvað þá með hljóðfæri sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti. Við í Spilmönnum Ríkínís stefnum þó á að gefa eitthvað út.“ Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið. Langspil var áberandi á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Auk íslenska langspilsins voru tónleikar með langspili frá Noregi og Bandaríkjunum og einnig var haldið málþing um langspil. Langspilið hefur notið aukinna vinsælda síðustu árin, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir frægir tónlistarmenn nýtt sér hljóm þess. Örn Magnússon píanóleikari er mikill áhugamaður um þetta hljóðfæri. Hann er í hljómsveitinni Spilmenn Ríkínís sem leikur þjóðlög á forn hljóðfæri. Hún hélt eftirminnilega tónleika í Siglufjarðarkirkju á þjóðlagahátíðinni. „Ég er enn að læra á þetta hljóðfæri, langspilið,“ segir Örn. „Í hvert sinn sem ég sest niður og leik á það finnst mér eitthvað vera að gerast og eitthvað vera að opnast. Ég er afskaplega heillaður af því. Það hefur með þennan hljóðláta hljóm að gera. Hann er afskaplega laus við að vaða yfir mann. Hann er yfirlætislaus. Maður hefur tilfinningu fyrir eldri tíma en jafnframt fegurð í dag, allavega eins og ég skynja þetta. Ég er ekkert að reyna að vera langspilsleikari eins og þeir voru fyrir hundrað árum eða neitt slíkt. Ég nálgast þetta bara eins og músíkant sem nálgast hljóðfæri sem hann er heillaður af.“ Það sem er sérstakt við íslenska langspilið er að það er leikið á boga. „Það er miklu auðveldara að nota staf til að slá á strengina eða nögl heldur en að munda bogann,“ segir Örn. Ástæðan fyrir því að boginn var notaður á Íslandi er sú að íslenska langspilið er einfaldara að gerð en mörg önnur langspil og því auðveldara að munda bogann á það. Langspilið er lágvært og hentar síður fyrir hefðbundna tónleikasali en stofutónleika. Það er líklega ástæðan fyrir að hljóðfærið lét undan síga um þarsíðustu aldamót. En væri þá ekki hentugt að gefa tónlist með langspili út, það myndi örugglega njóta sín vel í tónspilara? „Það stendur til. Mér finnst ég samt þurfa að kunna svolítið vel það sem ég er að gera áður en ég stíg á stokk eða gef eitthvað út. Það gerir kannski mín klassíska menntun. Það felst ábyrgð í því að vera tónlistarmaður hvað þá með hljóðfæri sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti. Við í Spilmönnum Ríkínís stefnum þó á að gefa eitthvað út.“
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira