Endurreisn langspilsins 12. júlí 2007 06:30 Spilmenn Ríkínís. Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon og Sigursveinn Magnússon leika hér á myndinni á ýmis hljóðfæri. Á meðan fær langspilið smá hvíld á borðinu fyrir framan þau. MYND/Vilhelm Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið. Langspil var áberandi á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Auk íslenska langspilsins voru tónleikar með langspili frá Noregi og Bandaríkjunum og einnig var haldið málþing um langspil. Langspilið hefur notið aukinna vinsælda síðustu árin, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir frægir tónlistarmenn nýtt sér hljóm þess. Örn Magnússon píanóleikari er mikill áhugamaður um þetta hljóðfæri. Hann er í hljómsveitinni Spilmenn Ríkínís sem leikur þjóðlög á forn hljóðfæri. Hún hélt eftirminnilega tónleika í Siglufjarðarkirkju á þjóðlagahátíðinni. „Ég er enn að læra á þetta hljóðfæri, langspilið,“ segir Örn. „Í hvert sinn sem ég sest niður og leik á það finnst mér eitthvað vera að gerast og eitthvað vera að opnast. Ég er afskaplega heillaður af því. Það hefur með þennan hljóðláta hljóm að gera. Hann er afskaplega laus við að vaða yfir mann. Hann er yfirlætislaus. Maður hefur tilfinningu fyrir eldri tíma en jafnframt fegurð í dag, allavega eins og ég skynja þetta. Ég er ekkert að reyna að vera langspilsleikari eins og þeir voru fyrir hundrað árum eða neitt slíkt. Ég nálgast þetta bara eins og músíkant sem nálgast hljóðfæri sem hann er heillaður af.“ Það sem er sérstakt við íslenska langspilið er að það er leikið á boga. „Það er miklu auðveldara að nota staf til að slá á strengina eða nögl heldur en að munda bogann,“ segir Örn. Ástæðan fyrir því að boginn var notaður á Íslandi er sú að íslenska langspilið er einfaldara að gerð en mörg önnur langspil og því auðveldara að munda bogann á það. Langspilið er lágvært og hentar síður fyrir hefðbundna tónleikasali en stofutónleika. Það er líklega ástæðan fyrir að hljóðfærið lét undan síga um þarsíðustu aldamót. En væri þá ekki hentugt að gefa tónlist með langspili út, það myndi örugglega njóta sín vel í tónspilara? „Það stendur til. Mér finnst ég samt þurfa að kunna svolítið vel það sem ég er að gera áður en ég stíg á stokk eða gef eitthvað út. Það gerir kannski mín klassíska menntun. Það felst ábyrgð í því að vera tónlistarmaður hvað þá með hljóðfæri sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti. Við í Spilmönnum Ríkínís stefnum þó á að gefa eitthvað út.“ Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið. Langspil var áberandi á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Auk íslenska langspilsins voru tónleikar með langspili frá Noregi og Bandaríkjunum og einnig var haldið málþing um langspil. Langspilið hefur notið aukinna vinsælda síðustu árin, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir frægir tónlistarmenn nýtt sér hljóm þess. Örn Magnússon píanóleikari er mikill áhugamaður um þetta hljóðfæri. Hann er í hljómsveitinni Spilmenn Ríkínís sem leikur þjóðlög á forn hljóðfæri. Hún hélt eftirminnilega tónleika í Siglufjarðarkirkju á þjóðlagahátíðinni. „Ég er enn að læra á þetta hljóðfæri, langspilið,“ segir Örn. „Í hvert sinn sem ég sest niður og leik á það finnst mér eitthvað vera að gerast og eitthvað vera að opnast. Ég er afskaplega heillaður af því. Það hefur með þennan hljóðláta hljóm að gera. Hann er afskaplega laus við að vaða yfir mann. Hann er yfirlætislaus. Maður hefur tilfinningu fyrir eldri tíma en jafnframt fegurð í dag, allavega eins og ég skynja þetta. Ég er ekkert að reyna að vera langspilsleikari eins og þeir voru fyrir hundrað árum eða neitt slíkt. Ég nálgast þetta bara eins og músíkant sem nálgast hljóðfæri sem hann er heillaður af.“ Það sem er sérstakt við íslenska langspilið er að það er leikið á boga. „Það er miklu auðveldara að nota staf til að slá á strengina eða nögl heldur en að munda bogann,“ segir Örn. Ástæðan fyrir því að boginn var notaður á Íslandi er sú að íslenska langspilið er einfaldara að gerð en mörg önnur langspil og því auðveldara að munda bogann á það. Langspilið er lágvært og hentar síður fyrir hefðbundna tónleikasali en stofutónleika. Það er líklega ástæðan fyrir að hljóðfærið lét undan síga um þarsíðustu aldamót. En væri þá ekki hentugt að gefa tónlist með langspili út, það myndi örugglega njóta sín vel í tónspilara? „Það stendur til. Mér finnst ég samt þurfa að kunna svolítið vel það sem ég er að gera áður en ég stíg á stokk eða gef eitthvað út. Það gerir kannski mín klassíska menntun. Það felst ábyrgð í því að vera tónlistarmaður hvað þá með hljóðfæri sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti. Við í Spilmönnum Ríkínís stefnum þó á að gefa eitthvað út.“
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp