Söngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafsdóttir hafa komið fram saman og vakið mikla lukku áhorfenda. Nú endurtaka þær leikinn vegna mikillar eftirspurnar og vellukkaðra tónleika fyrr í vetur.
Með þeim verður píanóleikarinn Karl Olgeirsson en dívurnar munu halda tónleika bæði í Reykjavík og á Akureyri. Tónleikarnir eru á Domo, Þingholtsstræti 5, í kvöld og hefjast klukkan níu. Hinn 19. júlí halda þær seinni tónleikana á Græna hattinum á Akureyri og hefjast þeir einnig klukkan níu. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.