Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið 22. júlí 2007 10:30 Alma Ýr missti neðan af báðum fótum aðeins 17 ára gömul. Hún segist þakklát Össuri fyrir tækifærið til þess að gera hluti sem mörgum finnst sjálfsagðir en eru það í raun ekki. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki." Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
„Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki."
Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira