Viðskipti innlent

Fasteignabólan tútnar

Guardian | Sextíu prósent af heildareignum Breta samanstanda af fasteignum, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar þar í landi. Fram kemur í The Guard­ian að gríðar­leg þensla hafi verið á húsnæðismarkaði í Bretlandi undan­farin ár. Meðalkaupverð er nú um 25 milljónir íslenskra króna og hefur tvöfaldast síðan Verkamannflokkurinn komst til valda árið 1997. Meðalkaupverð fasteigna í Bretlandi hefur hundraðfaldast frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Síðustu ár hafa mestar verðhækkanir orðið í höfuðborginni London. Fasteignaverð hækkaði um tæp tvö prósent síðasta mánuðinn og hefur nú hækkað um tæp tuttugu og tvö prósent síðastliðna tólf mánuði.





Bernanke stendur í stykkinu

The Economist | hrósar Ben Bernanke, hinum nýja Seðlabankastjóra Bandaríkjanna, fyrir að vara samlanda sínum við verðbólguhættunni. Bernanke hefur að sögn stúderað kreppuna miklu sem geisaði í Bandaríkjunum í upphafi fjórða áratugs síðustu aldar af kappi, og segir hagfræðikenningar, sem fela það í sér að andverðbólgustefna ýti undir atvinnuleysi, fyrir löngu úreltar. Í samræmi við þá skoðun sína hefur hann gefið út að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en hætta á verðbólgu sé úr sögunni. Stýrivextir hafa nú staðið í 5,25 prósentum í heilt ár. The Economist telur Bernanke hafa staðið í stykkinu þá átján mánuði sem hann hefur gegnt starfinu. Þó sé rétt að bíða með einkunnagjöf þar til Bernanke hafi þurft að takast á við stóráföll í starfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×