Styrktartónleikar Para-Dís 31. júlí 2007 06:45 Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason styrkja minningarsjóð um Susie Rut Einarsdóttur með tónleikum á morgun. Lokatónleikar verkefnisins „Tónaregn í Reykjavík“ fara fram í Dómkirkjunni annað kvöld. Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason mynda saman dúóið Para-Dís, en þau hafa unnið að Tónaregni í Reykjavík á vegum Hins hússins í sumar. Því lýkur með tónleikum til styrktar minningarsjóði um Susie Rut Einarsdóttur, sem lést 18. júní síðastliðinn, 22 ára að aldri. Vinir hennar standa að stofnun sjóðsins, sem mun einkum styðja við verkefni sem stuðla að forvörnum gegn notkun fíkniefna meðal ungs fólks í áhættuhópum, eða verkefni til stuðnings þeim sem þegar hafa lent á braut fíkniefna en vilja snúa frá henni. Hafdís Vigfúsdóttir útskrifaðist með B. Mus-gráðu í flautuleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2005. Frá hausti 2006 hefur hún stundað nám í Conservatoire National de Région de Rueil-Malmaison hjá Philippe Pierlot, sem er fyrsti flautuleikari í Orchestre National de France. Kristján Karl Bragason útskrifaðist úr píanónámi við Tónlistarskólann á Akureyri vorið 2002. Haustið 2005 hóf hann nám við Conservatoire Nationale de Région de Versailles hjá Eddu Erlendsdóttur, og stefnir á að ljúka þaðan DEM-gráðu vorið 2008. Aðstandendur hvetja alla til að mæta og leggja málefninu lið. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Lokatónleikar verkefnisins „Tónaregn í Reykjavík“ fara fram í Dómkirkjunni annað kvöld. Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason mynda saman dúóið Para-Dís, en þau hafa unnið að Tónaregni í Reykjavík á vegum Hins hússins í sumar. Því lýkur með tónleikum til styrktar minningarsjóði um Susie Rut Einarsdóttur, sem lést 18. júní síðastliðinn, 22 ára að aldri. Vinir hennar standa að stofnun sjóðsins, sem mun einkum styðja við verkefni sem stuðla að forvörnum gegn notkun fíkniefna meðal ungs fólks í áhættuhópum, eða verkefni til stuðnings þeim sem þegar hafa lent á braut fíkniefna en vilja snúa frá henni. Hafdís Vigfúsdóttir útskrifaðist með B. Mus-gráðu í flautuleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2005. Frá hausti 2006 hefur hún stundað nám í Conservatoire National de Région de Rueil-Malmaison hjá Philippe Pierlot, sem er fyrsti flautuleikari í Orchestre National de France. Kristján Karl Bragason útskrifaðist úr píanónámi við Tónlistarskólann á Akureyri vorið 2002. Haustið 2005 hóf hann nám við Conservatoire Nationale de Région de Versailles hjá Eddu Erlendsdóttur, og stefnir á að ljúka þaðan DEM-gráðu vorið 2008. Aðstandendur hvetja alla til að mæta og leggja málefninu lið. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“