Heimsótti Halifax um helgina 1. ágúst 2007 00:45 Um helgina sótti Geir H. Haarde heim borgina Halifax í Nova Scotia í Kanada. Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Halifax í Nova Scotia byggist upp að stórum hluta í kringum sjávarútveg og þar er sjávarfang í miklum metum. Borginni er oft líkt við San Francisco í Bandaríkjunum.Mynd/Getty Images Loftferðasamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli ríkjanna og kemur í stað samkomulags frá árinu 2001 sem þá var gert vegna flugs Icelandair til Halifax. HFX News, fréttarit í Halifax, greinir frá heimsókn Geirs og lýsir heimsókn hans á Íslendingaslóðir í Markland nærri gullnámum Moose River, en þangað komu um þrjátíu íslenskar fjölskyldur á árunum 1875 til 1882. „Ég verð að viðurkenna að vitneskja mín um þessa hluti var mjög takmörkuð fyrir komu mína hingað," hefur HFX News eftir forsætisráðherra eftir að hann hafði fundað á sunnudag með Len Goucher, ráðherra ferðamála. Flestir Íslendinganna fluttu á brott svo sem til Gimlis en einhverja afkomendur mun þó enn að finna í Nova Scotia. Í Markland var árið 2000 reist minnismerki um íslensku landnemana. Í Halifax er loftferðasamningi ríkjanna fagnað en Icelandair hefur tekið upp að nýju flug þangað, árstíðabundið til að byrja með, en í maí á næsta ári á að taka upp heilsársflug þangað. Eins eru ráðagerðir um flug til Toronto. Á fundi ráðherranna hafði Goucher orð á sterkri stöðu krónunnar og sagði það gott því Nova Scotia yrði því ákjósanlegur áfangastaður fyrir Islendinga. Haft er eftir Geir Haarde að hann vildi gjarnan sjá viðskipti og fjárfestingu frá Kanada til Íslands líka og kvað ríkisstjórnir landanna mundu vinna að umhverfi þar sem aukin viðskipti fengju blómstrað á milli landanna og þar mundu liggja tækifæri fyrir frumkvöðla. „Við erum með stórt álver í eigu Alcan, en vildum gjarnan sjá annars konar fjárfestingu líka," hefur HFX News eftir Geir Haarde. Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Halifax í Nova Scotia byggist upp að stórum hluta í kringum sjávarútveg og þar er sjávarfang í miklum metum. Borginni er oft líkt við San Francisco í Bandaríkjunum.Mynd/Getty Images Loftferðasamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli ríkjanna og kemur í stað samkomulags frá árinu 2001 sem þá var gert vegna flugs Icelandair til Halifax. HFX News, fréttarit í Halifax, greinir frá heimsókn Geirs og lýsir heimsókn hans á Íslendingaslóðir í Markland nærri gullnámum Moose River, en þangað komu um þrjátíu íslenskar fjölskyldur á árunum 1875 til 1882. „Ég verð að viðurkenna að vitneskja mín um þessa hluti var mjög takmörkuð fyrir komu mína hingað," hefur HFX News eftir forsætisráðherra eftir að hann hafði fundað á sunnudag með Len Goucher, ráðherra ferðamála. Flestir Íslendinganna fluttu á brott svo sem til Gimlis en einhverja afkomendur mun þó enn að finna í Nova Scotia. Í Markland var árið 2000 reist minnismerki um íslensku landnemana. Í Halifax er loftferðasamningi ríkjanna fagnað en Icelandair hefur tekið upp að nýju flug þangað, árstíðabundið til að byrja með, en í maí á næsta ári á að taka upp heilsársflug þangað. Eins eru ráðagerðir um flug til Toronto. Á fundi ráðherranna hafði Goucher orð á sterkri stöðu krónunnar og sagði það gott því Nova Scotia yrði því ákjósanlegur áfangastaður fyrir Islendinga. Haft er eftir Geir Haarde að hann vildi gjarnan sjá viðskipti og fjárfestingu frá Kanada til Íslands líka og kvað ríkisstjórnir landanna mundu vinna að umhverfi þar sem aukin viðskipti fengju blómstrað á milli landanna og þar mundu liggja tækifæri fyrir frumkvöðla. „Við erum með stórt álver í eigu Alcan, en vildum gjarnan sjá annars konar fjárfestingu líka," hefur HFX News eftir Geir Haarde.
Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira