Bíó og sjónvarp

Meistari nútímans

Einn merkasti leikstjóri Ítala er látinn.
Einn merkasti leikstjóri Ítala er látinn. nordicphotos/gettyimages

Ítalski leikstjórinn Michelangelo Antonioni, sem er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Blow-Up og L"Avventure, er látinn. Lést hann á heimili sínu í Róm 94 ára að aldri.



„Með fráfalli Antonionis er horfinn á braut bæði einn merkasti leikstjóri okkar og jafnframt meistari nútímans,“ sagði Walter Veltroni, borgarstjóri í Róm.



Antonioni lýsti í myndum sínum firringu nútímans og hafði jafnan samtöl í algjöru lágmarki auk þess sem hver kvikmyndataka stóð yfir í langan tíma.



Antonioni, sem gerði 25 myndir á ferli sínum, og þó nokkur kvikmyndahandrit, fékk árið 1995 heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×