Fann upp orðið „steiktur“ 4. ágúst 2007 09:00 Birgir Isleifur söngvari Motion Boys Hann er alnafni afa síns, fyrrum ráðherra og alþingismanns. Birgir Ísleifur hinn yngri hefur þó farið í aðrar áttir, en hljómsveit hans, Motion Boys, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Sumir hafa gengið svo langt að kalla hana sumar- hljómsveitina í ár, en lagið Hold me Closer to your Heart hefur hlotið mikla spilun á flestum útvarps- stöðvum og komið þeim á poppkort Íslands. Anna Margrét Björnsson hitti Birgi Ísleif söngvara og annan af stofnendum sveitarinnar í einkastúdíóinu hans í Garðastræti. Hvernig myndirðu lýsa tónlist Motion Boys? Er þetta afturhvarf til níunda áratugarins? Við notum mikið af synthum í tónlist okkar einfaldlega vegna þess að við kunnum ekki á gítar. En við erum samt alls ekki að reyna að stæla tónlist frá einhverjum einum áratug. Textarnir eru til dæmis afturhvarf til sjöunda áratugarins og hljómagangarnir eru afturhvarf til áttunda áratugarins … þannig að þetta er ágætis blanda af afturhvörfum.Samæfið þið dansa?(Birgir hikar en við tekur mikill hlátur) Nei, það er ekki hægt að segja það … en Árni Rúnar er mjög góður dansari og hann hefur haft sitt að segja um hvernig hver og einn hreyfir sig … nei annars erum við ekki búnir að ráða danshöfund eða neitt slíkt.Hvað myndirðu segja að væri undarlegasta atvik sem þið hafið lent í á tónleikum?Við höfum auðvitað bara spilað tvisvar þannig að það er svo sem ekki úr mörgu að velja, en það var auðvitað mjög skrýtið þegar við lentum í rafmagnsleysinu í Iðnó. Þetta voru fyrstu tónleikarnir okkar og við vorum á öðru lagi þegar allt sló út. Við þurftum að bera flygil út á mitt sviðið svo við gætum allavega tekið eitt lokalag fyrir áhorfendur. Ég settist niður og spilaði lag sem heitir Break og restin af Motion Boys auk meðlima Sprengjuhallarinnar stóðu við flygilinn með hvítvínsglös í hendi og sungu með.Ég frétti að þið hefðuð keypt eitthvert forláta 80's hljómborð af Brian Ferry?Já, ég verð aldrei þreyttur á því að segja þessa sögu. Við vorum staddir rétt fyrir utan Brighton í mjög fallegum skógi. Svo heyrum við allt í einu mjög fallega tónlist og gengum á hljóðið. Þá sáum við að enginn annar en Bryan Ferry var þarna með lítinn bás inni í miðjum skóginum og var að selja gömul hljóðfæri. Og meðal annars þennan syntha. (Birgir dregur fram mjög fallegan hljóðgervil og blæs af honum rykið) Þessi synthi var til dæmis notaður í nýja Motion Boys-laginu „Steal your love" sem kemur út á næstunni.Geturðu lýst Steal your love?Ég get spilað það fyrir þig. (Birgir leggur frá sér synthann og teygir sig í Steinway-flygil sem er staðsettur fyrir aftan hann. Hann spilar síðan og syngur fyrir mig lagið en hættir eftir fyrsta viðlag.) Þú færð að heyra meira þegar lagið kemur út. „Steal your love" er hetjuballaða. Það er líka meira grúv heldur en „Hold me closer to your heart". Það fjallar um mann sem keyrir þvert yfir Bandaríkin til þess að ná ástinni sinni aftur. Það tekst ekki. Textinn er byggður á sannsögulegum atburðum um einn meðlim hljómsveitarinnar.Hvað gerir þú þegar þú ert ekki poppari? (Birgir verður allt í einu mjög alvarlegur.) Ég er alltaf poppari. Að vera poppari er ekki eitthvað sem þú kveikir og slekkur á. Að vera poppari er lífsstíll. Ég hef meira að segja gengið svo langt að syngja mig í gegnum hluti. Án gríns. Ef ég lendi í rifrildi ,sem er sjaldan, þá byrja ég oft að syngja til þess að finna innri ró.Hvaða lifandi persónu dáist þú mest að og af hverju? Bryan Ferry. Hann er svo elegant.Hvað er dýrasti hlutur sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Ég keypti mér þennan flygil fyrir nokkru síðan og hætti ekki að borga af honum fyrr en eftir þrettán ár.Hvaða orð/frasa ofnotar þú? Ekki smurning! Það kemur í staðinn fyrir „ekki spurning". Svo getur maður líka sagt „maður smyr sig" í staðinn fyrir maður spyr sig. Ég ofnota þetta algjörlega. Svo nota ég líka orðið „von" allt of mikið en það er kannski af því að ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari. Og manstu eftir „steiktur"? Það er ég. Ég var sá sem byrjaði að nota steiktur eða steikt í Vesturbænum 1989.Hefurðu einhvern tímann sagt einhverjum að þú elskir þá en ekki meinað það? Ég bara verð að fá að hugsa aðeins um þessa. Er í lagi að við tökum okkur smá pásu? (Birgir snýr sér við og spilar mjög sorglegt lag á píanóið. Blaðamanni heyrist þetta vera „Honesty" eftir Billy Joel. Eftir nokkrar mínútur af þögn snýr hann sér síðan aftur við.) Ég sagði einu sinni við mann sem ég hitti á bar að ég elskaði hann. Ég var bara að grínast en eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvort hann hafi tekið þessu sem gríni. Ég held að hann hafi roðnað. En ég var ekkert að meina með þessu. Ég get svarið það.Ég hef heyrt að þú sért að stofna fyrirtæki, er eitthvað til í því? Já, ég og félagi minn, Jón Atli í Hairdoctor, erum að búa til svolítið skemmtilegt konsept. Við ætlum að vera með skóbúð á Laugaveginum. Þetta hljómar kannski ekki frumlegt en þetta er allt spurning um útfærslu. Við erum að þróa „collection" ásamt Richard Barlonayr sem er algjör snillingur og fantagóður hönnuður. Línan nefnist „Walk the line" og verður bæði seld úti og hérna heima. Við erum með alls kyns frábærar hugmyndir. Við ætlum til dæmis að afgreiða berfættir til að gera ekki upp á milli skónna, þeir eru allir svo töff. Skóbúðin hérna heima mun síðan bera heitið: „Reif í skóinn" sem er bæði fyndið og töff og búðin úti heitir „One of these days these boots are gonna walk all over you". Kannski svolítið langt nafn en skammstöfunin er líka töff: O.O.T.D.T.B.A.G.W.A.O.Y.Hvaða lag finnst þér að ætti að spila við jarðarförina þína? Death of a clown með The Kinks er auðvitað frábært lag og mjög viðeigandi en er því miður frátekið fyrir vin minn. Hann heimtar að fá það spilað í sinni jarðarför þannig að ég verð að sætta mig við „The End" með The Doors.Hvað er á döfinni hjá Motion Boys? Við erum að spila á Innipúkanum og svo erum við að fara að spila í garðinum á Sirkus á menningarnótt. Svo ætlum við til London í september að spila á Reykjavík Nights. Við munum svo gefa út Steal your love á næstu dögum eða vikum og svo er auðvitað verið að plana upptökur á plötu. Ég er alltaf poppari. Að vera poppari er ekki eitthvað sem þú kveikir og slekkur á. Að vera poppari er lífsstíll. Motion Boys spila á Innipúkanum í Reykjavík um helgina. www.myspace.com/motionboys Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hann er alnafni afa síns, fyrrum ráðherra og alþingismanns. Birgir Ísleifur hinn yngri hefur þó farið í aðrar áttir, en hljómsveit hans, Motion Boys, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Sumir hafa gengið svo langt að kalla hana sumar- hljómsveitina í ár, en lagið Hold me Closer to your Heart hefur hlotið mikla spilun á flestum útvarps- stöðvum og komið þeim á poppkort Íslands. Anna Margrét Björnsson hitti Birgi Ísleif söngvara og annan af stofnendum sveitarinnar í einkastúdíóinu hans í Garðastræti. Hvernig myndirðu lýsa tónlist Motion Boys? Er þetta afturhvarf til níunda áratugarins? Við notum mikið af synthum í tónlist okkar einfaldlega vegna þess að við kunnum ekki á gítar. En við erum samt alls ekki að reyna að stæla tónlist frá einhverjum einum áratug. Textarnir eru til dæmis afturhvarf til sjöunda áratugarins og hljómagangarnir eru afturhvarf til áttunda áratugarins … þannig að þetta er ágætis blanda af afturhvörfum.Samæfið þið dansa?(Birgir hikar en við tekur mikill hlátur) Nei, það er ekki hægt að segja það … en Árni Rúnar er mjög góður dansari og hann hefur haft sitt að segja um hvernig hver og einn hreyfir sig … nei annars erum við ekki búnir að ráða danshöfund eða neitt slíkt.Hvað myndirðu segja að væri undarlegasta atvik sem þið hafið lent í á tónleikum?Við höfum auðvitað bara spilað tvisvar þannig að það er svo sem ekki úr mörgu að velja, en það var auðvitað mjög skrýtið þegar við lentum í rafmagnsleysinu í Iðnó. Þetta voru fyrstu tónleikarnir okkar og við vorum á öðru lagi þegar allt sló út. Við þurftum að bera flygil út á mitt sviðið svo við gætum allavega tekið eitt lokalag fyrir áhorfendur. Ég settist niður og spilaði lag sem heitir Break og restin af Motion Boys auk meðlima Sprengjuhallarinnar stóðu við flygilinn með hvítvínsglös í hendi og sungu með.Ég frétti að þið hefðuð keypt eitthvert forláta 80's hljómborð af Brian Ferry?Já, ég verð aldrei þreyttur á því að segja þessa sögu. Við vorum staddir rétt fyrir utan Brighton í mjög fallegum skógi. Svo heyrum við allt í einu mjög fallega tónlist og gengum á hljóðið. Þá sáum við að enginn annar en Bryan Ferry var þarna með lítinn bás inni í miðjum skóginum og var að selja gömul hljóðfæri. Og meðal annars þennan syntha. (Birgir dregur fram mjög fallegan hljóðgervil og blæs af honum rykið) Þessi synthi var til dæmis notaður í nýja Motion Boys-laginu „Steal your love" sem kemur út á næstunni.Geturðu lýst Steal your love?Ég get spilað það fyrir þig. (Birgir leggur frá sér synthann og teygir sig í Steinway-flygil sem er staðsettur fyrir aftan hann. Hann spilar síðan og syngur fyrir mig lagið en hættir eftir fyrsta viðlag.) Þú færð að heyra meira þegar lagið kemur út. „Steal your love" er hetjuballaða. Það er líka meira grúv heldur en „Hold me closer to your heart". Það fjallar um mann sem keyrir þvert yfir Bandaríkin til þess að ná ástinni sinni aftur. Það tekst ekki. Textinn er byggður á sannsögulegum atburðum um einn meðlim hljómsveitarinnar.Hvað gerir þú þegar þú ert ekki poppari? (Birgir verður allt í einu mjög alvarlegur.) Ég er alltaf poppari. Að vera poppari er ekki eitthvað sem þú kveikir og slekkur á. Að vera poppari er lífsstíll. Ég hef meira að segja gengið svo langt að syngja mig í gegnum hluti. Án gríns. Ef ég lendi í rifrildi ,sem er sjaldan, þá byrja ég oft að syngja til þess að finna innri ró.Hvaða lifandi persónu dáist þú mest að og af hverju? Bryan Ferry. Hann er svo elegant.Hvað er dýrasti hlutur sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Ég keypti mér þennan flygil fyrir nokkru síðan og hætti ekki að borga af honum fyrr en eftir þrettán ár.Hvaða orð/frasa ofnotar þú? Ekki smurning! Það kemur í staðinn fyrir „ekki spurning". Svo getur maður líka sagt „maður smyr sig" í staðinn fyrir maður spyr sig. Ég ofnota þetta algjörlega. Svo nota ég líka orðið „von" allt of mikið en það er kannski af því að ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari. Og manstu eftir „steiktur"? Það er ég. Ég var sá sem byrjaði að nota steiktur eða steikt í Vesturbænum 1989.Hefurðu einhvern tímann sagt einhverjum að þú elskir þá en ekki meinað það? Ég bara verð að fá að hugsa aðeins um þessa. Er í lagi að við tökum okkur smá pásu? (Birgir snýr sér við og spilar mjög sorglegt lag á píanóið. Blaðamanni heyrist þetta vera „Honesty" eftir Billy Joel. Eftir nokkrar mínútur af þögn snýr hann sér síðan aftur við.) Ég sagði einu sinni við mann sem ég hitti á bar að ég elskaði hann. Ég var bara að grínast en eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvort hann hafi tekið þessu sem gríni. Ég held að hann hafi roðnað. En ég var ekkert að meina með þessu. Ég get svarið það.Ég hef heyrt að þú sért að stofna fyrirtæki, er eitthvað til í því? Já, ég og félagi minn, Jón Atli í Hairdoctor, erum að búa til svolítið skemmtilegt konsept. Við ætlum að vera með skóbúð á Laugaveginum. Þetta hljómar kannski ekki frumlegt en þetta er allt spurning um útfærslu. Við erum að þróa „collection" ásamt Richard Barlonayr sem er algjör snillingur og fantagóður hönnuður. Línan nefnist „Walk the line" og verður bæði seld úti og hérna heima. Við erum með alls kyns frábærar hugmyndir. Við ætlum til dæmis að afgreiða berfættir til að gera ekki upp á milli skónna, þeir eru allir svo töff. Skóbúðin hérna heima mun síðan bera heitið: „Reif í skóinn" sem er bæði fyndið og töff og búðin úti heitir „One of these days these boots are gonna walk all over you". Kannski svolítið langt nafn en skammstöfunin er líka töff: O.O.T.D.T.B.A.G.W.A.O.Y.Hvaða lag finnst þér að ætti að spila við jarðarförina þína? Death of a clown með The Kinks er auðvitað frábært lag og mjög viðeigandi en er því miður frátekið fyrir vin minn. Hann heimtar að fá það spilað í sinni jarðarför þannig að ég verð að sætta mig við „The End" með The Doors.Hvað er á döfinni hjá Motion Boys? Við erum að spila á Innipúkanum og svo erum við að fara að spila í garðinum á Sirkus á menningarnótt. Svo ætlum við til London í september að spila á Reykjavík Nights. Við munum svo gefa út Steal your love á næstu dögum eða vikum og svo er auðvitað verið að plana upptökur á plötu. Ég er alltaf poppari. Að vera poppari er ekki eitthvað sem þú kveikir og slekkur á. Að vera poppari er lífsstíll. Motion Boys spila á Innipúkanum í Reykjavík um helgina. www.myspace.com/motionboys
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira