Haute Couture-vikan í París 4. ágúst 2007 05:00 Rauður og glæsilegur reiðjakki frá Jean Paul Gaultier Franski frasinn „Haute Couture" þýðir í raun „eðalsaumur" en er þýtt sem hátíska á íslensku. Hátískan, samkvæmt ströngustu reglum, lifir og dvelur eingöngu í París og eru sýningar haldnar tvisvar á ári, í janúar og í júlí. Útsamaður kjóll undir áhrifum Mára frá Jean Pau Gaultier Þessar uppskeruhátíðir tískuhönnuða eru þeirra almikilvægustu þar sem þeir eru ekki bundnir straumum og stefnum hversdagsklæðnaðarins en geta þess í stað leyft listamanninum í sér að blómstra. Í þessi skipti er þeim leyfilegt að fara eftir eigin höfði í efnavali og sköpunargleði. Hönnuðir skapa einstaka kjóla, og aðeins tvær til þrjár útgáfur af hverjum er búin til, enda eru hráefnin oft jafn ótrúleg og demantar, perlur og íburðarmikill útsaumur. Margir hafa spáð fyrir um endalok hátískunnar þar sem hún einfaldlega geti ekki staðið undir sér. Henni er viðhaldið af um 2.000 tryggum viðskiptavinum, sem eiga næga fjármuni til að fjárfesta í slíkum listaverkum. En hátískan gefur oft tóninn um hvað koma skal í hinum svokallaða „ Pret-a-porter" klæðnaði. Nú í júlí voru Parísarsýningarnar eins ævintýralegar og hugsast getur. Christian Lacroix gerði áhorfendur orðlausa með stórfenglegri sýningu í Palais de Tokyo þar sem hann blandaði saman ótrúlegustu efnum, litum og áhrifum. Jean-Paul Gaultier fékk innblástur frá gömlum ævintýrum í sýningu sinni og sendi fyrirsætur niður tískupallinn í gervi ævintýraprinsa, frekar en prinsessna. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Franski frasinn „Haute Couture" þýðir í raun „eðalsaumur" en er þýtt sem hátíska á íslensku. Hátískan, samkvæmt ströngustu reglum, lifir og dvelur eingöngu í París og eru sýningar haldnar tvisvar á ári, í janúar og í júlí. Útsamaður kjóll undir áhrifum Mára frá Jean Pau Gaultier Þessar uppskeruhátíðir tískuhönnuða eru þeirra almikilvægustu þar sem þeir eru ekki bundnir straumum og stefnum hversdagsklæðnaðarins en geta þess í stað leyft listamanninum í sér að blómstra. Í þessi skipti er þeim leyfilegt að fara eftir eigin höfði í efnavali og sköpunargleði. Hönnuðir skapa einstaka kjóla, og aðeins tvær til þrjár útgáfur af hverjum er búin til, enda eru hráefnin oft jafn ótrúleg og demantar, perlur og íburðarmikill útsaumur. Margir hafa spáð fyrir um endalok hátískunnar þar sem hún einfaldlega geti ekki staðið undir sér. Henni er viðhaldið af um 2.000 tryggum viðskiptavinum, sem eiga næga fjármuni til að fjárfesta í slíkum listaverkum. En hátískan gefur oft tóninn um hvað koma skal í hinum svokallaða „ Pret-a-porter" klæðnaði. Nú í júlí voru Parísarsýningarnar eins ævintýralegar og hugsast getur. Christian Lacroix gerði áhorfendur orðlausa með stórfenglegri sýningu í Palais de Tokyo þar sem hann blandaði saman ótrúlegustu efnum, litum og áhrifum. Jean-Paul Gaultier fékk innblástur frá gömlum ævintýrum í sýningu sinni og sendi fyrirsætur niður tískupallinn í gervi ævintýraprinsa, frekar en prinsessna.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið