Í lykilhlutverki í myndinni 4. ágúst 2007 06:00 Baltasar Kormákur er farinn til Flateyjar ásamt um sjötíu manna hópi, til að taka upp kvikmynd sína eftir leikriti Anton Tsjekov. fréttablaðið/heiða Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff. „Við erum búin að taka í tvo daga í bænum, svo tökurnar eru hafnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag. „Við vorum að taka uppi í Háskóla og svo í Grjótaþorpi. Lætin hefjast svo fyrir alvöru í Flatey," sagði hann. Hópurinn sem nú dvelst í Flatey er samtals um sjötíu manns, að sögn Baltasars. „Þar með tvöfaldast íbúafjöldinn í eyjunni, ef ekki meira. Við hertökum hana í allavega mánuð og kannski lengur," sagði hann. „Þetta verður fjör, við verðum þarna í algerri einangrun," bætti hann við. Hópur fólks sem einangrast á lítilli eyju er ekki óalgengt þema í hryllings- og spennumyndum, nú síðast hefur þáttaröðin Lost gert þemað að sínu. Baltasar átti þó ekki von á því að upp kæmi missætti í hópnum. „Við komumst ekkert burt af eyjunni, svo það þarf þá bara að leysa það snögglega," sagði hann og hló við. Á alvarlegri nótum sagði hann hópinn vera afar jákvæðan yfir dvölinni í Flatey. „Fólk er bara spennt fyrir þessu, og við viljum líka vinna í sátt og samlyndi við þá fáu sem þarna búa. Svo skiljum við vonandi eitthvað eftir okkur, þó ekki væri nema falleg mynd um eyjuna," sagði Baltasar. „Þar að auki held ég að það sé draumur allra að fá að vera í einangrun til að vinna að því sem hugur þeirra stendur til," bætti hann við. Baltasar mun vera í lykilhlutverki í myndinni, þegar prestur á uppgjör við Jesú - sem er málaður í mynd Baltasars sjálfs.fréttablaðið/vilhelm Kirkjuna í Flatey prýðir altaristafla eftir föður Baltasars og nafna, Baltasar Samper. Sá Jesú sem þar má sjá er klæddur lopapeysu og líkist Baltasar yngri um margt, enda var leikstjórinn fyrirmynd frelsarans. Fréttablaðið velti því fyrir sér á dögunum, hvort Baltasar í líki Jesú myndi fá einhvers konar hlutverk í myndinni, og spurður hvort sú sé raunin skellir leikstjórinn upp úr. „Þið áttuð kollgátuna þar, það er búið að skrifa svolítið um hana inn í handritið," sagði hann. „Ég hef reyndar aldrei verið með cameo-hlutverk í mínum myndum áður, en það er þarna eitt atriði þar sem presturinn á uppgjör við Jesú. Þar er ég í lykilhlutverki, en þöglu, að vísu," sagði hann. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff. „Við erum búin að taka í tvo daga í bænum, svo tökurnar eru hafnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag. „Við vorum að taka uppi í Háskóla og svo í Grjótaþorpi. Lætin hefjast svo fyrir alvöru í Flatey," sagði hann. Hópurinn sem nú dvelst í Flatey er samtals um sjötíu manns, að sögn Baltasars. „Þar með tvöfaldast íbúafjöldinn í eyjunni, ef ekki meira. Við hertökum hana í allavega mánuð og kannski lengur," sagði hann. „Þetta verður fjör, við verðum þarna í algerri einangrun," bætti hann við. Hópur fólks sem einangrast á lítilli eyju er ekki óalgengt þema í hryllings- og spennumyndum, nú síðast hefur þáttaröðin Lost gert þemað að sínu. Baltasar átti þó ekki von á því að upp kæmi missætti í hópnum. „Við komumst ekkert burt af eyjunni, svo það þarf þá bara að leysa það snögglega," sagði hann og hló við. Á alvarlegri nótum sagði hann hópinn vera afar jákvæðan yfir dvölinni í Flatey. „Fólk er bara spennt fyrir þessu, og við viljum líka vinna í sátt og samlyndi við þá fáu sem þarna búa. Svo skiljum við vonandi eitthvað eftir okkur, þó ekki væri nema falleg mynd um eyjuna," sagði Baltasar. „Þar að auki held ég að það sé draumur allra að fá að vera í einangrun til að vinna að því sem hugur þeirra stendur til," bætti hann við. Baltasar mun vera í lykilhlutverki í myndinni, þegar prestur á uppgjör við Jesú - sem er málaður í mynd Baltasars sjálfs.fréttablaðið/vilhelm Kirkjuna í Flatey prýðir altaristafla eftir föður Baltasars og nafna, Baltasar Samper. Sá Jesú sem þar má sjá er klæddur lopapeysu og líkist Baltasar yngri um margt, enda var leikstjórinn fyrirmynd frelsarans. Fréttablaðið velti því fyrir sér á dögunum, hvort Baltasar í líki Jesú myndi fá einhvers konar hlutverk í myndinni, og spurður hvort sú sé raunin skellir leikstjórinn upp úr. „Þið áttuð kollgátuna þar, það er búið að skrifa svolítið um hana inn í handritið," sagði hann. „Ég hef reyndar aldrei verið með cameo-hlutverk í mínum myndum áður, en það er þarna eitt atriði þar sem presturinn á uppgjör við Jesú. Þar er ég í lykilhlutverki, en þöglu, að vísu," sagði hann.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira