Enginn nýgræðingur í bankaheiminum 8. ágúst 2007 00:01 Birna Einarsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis um síðustu mánaðamót. MYND / GVA @Mark.Meginmál Upphafsstafur:Birna Einarsdóttir, sem tók um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs Glitnis á Íslandi, er enginn nýgræðingur í bankaheiminum. Hún á meðal annars að baki sex ára reynslu hjá Royal Bank of Scotland í Edinborg auk þess að hafa unnið sem markaðsstjóri hjá Íslandsbanka. Í starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs Glitnis, sem Birna hefur gegnt undanfarið, hafði hún umsjón með starfsmannamálum bankans á alþjóðavettvangi. Þá heyrðu markaðsmál bankans á alþjóðavísu undir hana, í samstarfi við Bjarneyju Harðardóttur, markaðsstjóra Glitnis á Íslandi. Í nýju starfi mun Birna áfram hafa yfirumsjón með uppbyggingu vörumerkisins Glitnis samhliða því að stjórna viðskiptum bankans við einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Breytingin á högum Birnu kemur í kjölfarið á skipulagsbreytingum hjá bankanum. Meðal annars hefur vinna staðið yfir á breytingu á skipulagi bankans í svokallað matrix-skipurit. Þetta er sérstaklega gert í því miði að samtvinna áherslur allra vara á öllum mörkuðum sem bankinn starfar á. Stjórnendur Glitnis stefna á áframhaldandi stækkun á næstu árum. Skipuritinu er ætlað að hjálpa til við að það verði á farsælan hátt.Fáar konur á toppnumKonur eru ekki eins áberandi og karlar innan bankanna og þeim fækkar hratt eftir því sem ofar dregur í skipuritinu. Á toppnum hefur Birna fáar samferðakonur. Hún segist þó aldrei hafa upplifað að eiga erfiðara uppdráttar en karlar í störfum sínum. „Þegar ég útskrifaðist úr viðskiptafræðinni í HÍ var ég mjög búin undir að þurfa að berjast fyrir mínu og var með jafnréttishnefann á lofti. Fyrsta starfið sem ég sótti um var staða framkvæmdastjóra Íslenskra getrauna. Ég vissi ekkert um fótbolta en ákvað að sækja um af því að það ætluðu strákarnir, skólafélagar mínir, að gera. Fjórtán karlar sóttu um. Ég var eina konan og fékk djobbið. Það má segja að ég hafi því fallið á eigin bragði.“ Hvergi betri þjónustaBirna segir íslenska einstaklinga fá ágætis kjör hjá íslenskum bönkum. Þá sé almennt þjónustustig hvergi hærra en hér. Þjónustan sé í toppstandi, hvort sem litið sé á hraðann, afgreiðsluna eða ferlana. „Íslenski markaðurinn er afar mikilvægur grunnur í starfsemi Glitnis. Hér höfum við mörg þúsund viðskiptavini sem við viljum þjóna afskaplega vel. Þessi grunnur er mikilvægur í uppbyggingu bankans erlendis og við vitum að gott orðspor að heiman fylgir okkur hvert sem við förum.“Birna segir að almennt séu Íslendingar mjög tryggir sínum viðskiptabanka. Hún segir hins vegar yngri viðskiptavini ekki eins trygga og þá eldri. Þetta komi meðal annars til af aukinni samkeppni á bankamarkaðnum. „Samkeppni á íslenskum bankamarkaði er mikil. Það er barist um hvern einasta viðskiptavin. Þetta er mjög virkur markaður.“Stýrði nafnabreytingunniNafnabreytingin úr Íslandsbanka í Glitni á síðasta ári var meðal verka Birnu í starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Hún er hreykin af því hversu vel breytingin gekk fyrir sig, bæði út á við en ekki síst innan bankans. „Um leið og við skiptum út nafninu tókum við upp gildin „fast, smart and thorough“ eða „fljót, snjöll og fagleg“. Eftir sex mánuði spurðum við alla starfsmenn bankans hvort þeir þekktu gildin. Níutíu og níu prósent þeirra gera það og mikill meirihluti sagðist vinna eftir þeim. Það hlýtur að vera heimsmet.“Hún er ekki síður ánægð með tengingu bankans við Reykjavíkurmaraþonið. „Maraþon-hlaup á svo vel við gildi Glitnis. Í fyrsta lagi þarftu að vera fljótur. Svo þarftu að vera snjall til að úthugsa hvernig þú ætlar að hlaupa. Þá þarftu að hlaupa faglega, ef þér er alvara með að verða góður hlaupari.“Tilhugsunin um Glitnismaraþonið kallar ósjálfrátt upp mynd af Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Glitnis, skokkandi í mark með bros á vör. Ímynd bankans var náið samtvinnuð hans persónu og því ekki úr vegi að forvitnast um stemninguna í bankanum eftir brotthvarf hans.„Hann var að verða fertugur og við þurftum að yngja upp,“ segir Birna hlæjandi. „Lárus [Welding] er ofsalega kraftmikill, bankamaður af guðs náð og flinkur á sínu sviði. Ofan á það er hann sérlega traustur og góður maður. Svo ég get ekki verið annað en ánægð með skiptin.“ Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
@Mark.Meginmál Upphafsstafur:Birna Einarsdóttir, sem tók um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs Glitnis á Íslandi, er enginn nýgræðingur í bankaheiminum. Hún á meðal annars að baki sex ára reynslu hjá Royal Bank of Scotland í Edinborg auk þess að hafa unnið sem markaðsstjóri hjá Íslandsbanka. Í starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs Glitnis, sem Birna hefur gegnt undanfarið, hafði hún umsjón með starfsmannamálum bankans á alþjóðavettvangi. Þá heyrðu markaðsmál bankans á alþjóðavísu undir hana, í samstarfi við Bjarneyju Harðardóttur, markaðsstjóra Glitnis á Íslandi. Í nýju starfi mun Birna áfram hafa yfirumsjón með uppbyggingu vörumerkisins Glitnis samhliða því að stjórna viðskiptum bankans við einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Breytingin á högum Birnu kemur í kjölfarið á skipulagsbreytingum hjá bankanum. Meðal annars hefur vinna staðið yfir á breytingu á skipulagi bankans í svokallað matrix-skipurit. Þetta er sérstaklega gert í því miði að samtvinna áherslur allra vara á öllum mörkuðum sem bankinn starfar á. Stjórnendur Glitnis stefna á áframhaldandi stækkun á næstu árum. Skipuritinu er ætlað að hjálpa til við að það verði á farsælan hátt.Fáar konur á toppnumKonur eru ekki eins áberandi og karlar innan bankanna og þeim fækkar hratt eftir því sem ofar dregur í skipuritinu. Á toppnum hefur Birna fáar samferðakonur. Hún segist þó aldrei hafa upplifað að eiga erfiðara uppdráttar en karlar í störfum sínum. „Þegar ég útskrifaðist úr viðskiptafræðinni í HÍ var ég mjög búin undir að þurfa að berjast fyrir mínu og var með jafnréttishnefann á lofti. Fyrsta starfið sem ég sótti um var staða framkvæmdastjóra Íslenskra getrauna. Ég vissi ekkert um fótbolta en ákvað að sækja um af því að það ætluðu strákarnir, skólafélagar mínir, að gera. Fjórtán karlar sóttu um. Ég var eina konan og fékk djobbið. Það má segja að ég hafi því fallið á eigin bragði.“ Hvergi betri þjónustaBirna segir íslenska einstaklinga fá ágætis kjör hjá íslenskum bönkum. Þá sé almennt þjónustustig hvergi hærra en hér. Þjónustan sé í toppstandi, hvort sem litið sé á hraðann, afgreiðsluna eða ferlana. „Íslenski markaðurinn er afar mikilvægur grunnur í starfsemi Glitnis. Hér höfum við mörg þúsund viðskiptavini sem við viljum þjóna afskaplega vel. Þessi grunnur er mikilvægur í uppbyggingu bankans erlendis og við vitum að gott orðspor að heiman fylgir okkur hvert sem við förum.“Birna segir að almennt séu Íslendingar mjög tryggir sínum viðskiptabanka. Hún segir hins vegar yngri viðskiptavini ekki eins trygga og þá eldri. Þetta komi meðal annars til af aukinni samkeppni á bankamarkaðnum. „Samkeppni á íslenskum bankamarkaði er mikil. Það er barist um hvern einasta viðskiptavin. Þetta er mjög virkur markaður.“Stýrði nafnabreytingunniNafnabreytingin úr Íslandsbanka í Glitni á síðasta ári var meðal verka Birnu í starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Hún er hreykin af því hversu vel breytingin gekk fyrir sig, bæði út á við en ekki síst innan bankans. „Um leið og við skiptum út nafninu tókum við upp gildin „fast, smart and thorough“ eða „fljót, snjöll og fagleg“. Eftir sex mánuði spurðum við alla starfsmenn bankans hvort þeir þekktu gildin. Níutíu og níu prósent þeirra gera það og mikill meirihluti sagðist vinna eftir þeim. Það hlýtur að vera heimsmet.“Hún er ekki síður ánægð með tengingu bankans við Reykjavíkurmaraþonið. „Maraþon-hlaup á svo vel við gildi Glitnis. Í fyrsta lagi þarftu að vera fljótur. Svo þarftu að vera snjall til að úthugsa hvernig þú ætlar að hlaupa. Þá þarftu að hlaupa faglega, ef þér er alvara með að verða góður hlaupari.“Tilhugsunin um Glitnismaraþonið kallar ósjálfrátt upp mynd af Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Glitnis, skokkandi í mark með bros á vör. Ímynd bankans var náið samtvinnuð hans persónu og því ekki úr vegi að forvitnast um stemninguna í bankanum eftir brotthvarf hans.„Hann var að verða fertugur og við þurftum að yngja upp,“ segir Birna hlæjandi. „Lárus [Welding] er ofsalega kraftmikill, bankamaður af guðs náð og flinkur á sínu sviði. Ofan á það er hann sérlega traustur og góður maður. Svo ég get ekki verið annað en ánægð með skiptin.“
Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira