Í gær hófust framkvæmdir við fyrstu jarðvarmavirkjun íslenska fyrirtækisins Enex í Geretsried í Þýskalandi. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var viðstaddur athöfnina og tók fyrstu skóflustunguna.
Enex ætlar að reisa sex jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi á næstu misserum og er ráðgert að sú fyrsta taki til starfa eftir tvö ár. Félagið er að mestu í eigu Geysir Green Energy, Landsvirkjunar, Jarðborana og Orkuveitu Reykjavíkur.
Virkunin í Geretsried verður með framleiðslugetu á bilinu tíu til fimmtán megavött af raforku.