Þjóðsögur á mynddiskum 10. ágúst 2007 00:15 Þóra og Jóhann bregða á leik fyrir ungna sem aldna í þáttunum þar sem þau fjalla um þjóðsögur landsins. Tvíeykið góða úr Stundinni okkar, þau Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson, hafa nú gefið út DVD-diska sem innihalda þættina Sögurnar okkar. „Þetta eru þættir sem við gerðum fyrir RÚV og voru sýndir í fyrra,“ segir Þóra. „Þættirnir fjalla um þjóðsögur landsins og við fórum hringinn í kringum landið á sínum tíma. Við heimsóttum staðina þar sem þær eiga að hafa átt sér stað, brugðum okkur í alls kyns gervi og stúderuðum hversu raunhæfar sögurnar eru.“ Að sögn Þóru lögðu þau Jóhann áherslu á að efnið næði til allra aldurshópa og fengi jafnvel suma til að ferðast á slóðir sagnanna. „Ég veit að þættirnir fengu til dæmis marga til að fara á Skóga, þar sem Þrasi á að hafa hent gullinu sínu. Nú eru líka margar fjölskyldur komnar með DVD-spilara í bílana og því upplagt að leyfa krökkunum að horfa á þættina á ferðalögum. Þeir hafa gott fræðslugildi enda náðum við Jói að kynnast landinu betur við upptökur en við höfum nokkru sinni gert,“ segir Þóra og hlær. Þættirnir eru fáanlegir í öllum helstu plötu- og myndbandaverslunum landsins. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tvíeykið góða úr Stundinni okkar, þau Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson, hafa nú gefið út DVD-diska sem innihalda þættina Sögurnar okkar. „Þetta eru þættir sem við gerðum fyrir RÚV og voru sýndir í fyrra,“ segir Þóra. „Þættirnir fjalla um þjóðsögur landsins og við fórum hringinn í kringum landið á sínum tíma. Við heimsóttum staðina þar sem þær eiga að hafa átt sér stað, brugðum okkur í alls kyns gervi og stúderuðum hversu raunhæfar sögurnar eru.“ Að sögn Þóru lögðu þau Jóhann áherslu á að efnið næði til allra aldurshópa og fengi jafnvel suma til að ferðast á slóðir sagnanna. „Ég veit að þættirnir fengu til dæmis marga til að fara á Skóga, þar sem Þrasi á að hafa hent gullinu sínu. Nú eru líka margar fjölskyldur komnar með DVD-spilara í bílana og því upplagt að leyfa krökkunum að horfa á þættina á ferðalögum. Þeir hafa gott fræðslugildi enda náðum við Jói að kynnast landinu betur við upptökur en við höfum nokkru sinni gert,“ segir Þóra og hlær. Þættirnir eru fáanlegir í öllum helstu plötu- og myndbandaverslunum landsins.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira