Sumarkvöld í Hömrum 10. ágúst 2007 02:15 Herdís Anna og Sígríður Á sunnudagskvöld kl. 20 halda þær Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Hömrum, og eru það sjöttu tónleikarnir í sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Sumar í Hömrum. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Grieg, Schumann, Schubert og Strauss, íslensk sönglög og óperuaríur. Herdís Anna Jónasdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri, í píanóleik, fiðluleik og söng, en að loknu stúdentsprófi hélt hún til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan B.Mus. prófi vorið 2006. Hún stundar nú framhaldsnám í ljóða- og óperusöng í Berlín. Herdís tók þátt í uppfærslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar meðfram náminu í LHÍ, og sl. vor söng hún hlutverk Romildu í óperunni Xerxes eftir Händel í uppfærslu Hanns Eisler-tónlistarháskólans í Berlín. Þessi unga listakona er nú snúin heim sumarlangt og gefur Ísfirðingum kost á að njóta listar sinnar. Sigríður Ragnarsdóttir er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir einnig á píanó. Sigríður hefur leikið með einsöngvurum og kórum og tekið þátt í flutningi kammertónlistar á Ísafirði um áratugaskeið auk þess sem hún hefur gegnt organistastörfum á Ísafirði og í Súðavík. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á sunnudagskvöld kl. 20 halda þær Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Hömrum, og eru það sjöttu tónleikarnir í sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Sumar í Hömrum. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Grieg, Schumann, Schubert og Strauss, íslensk sönglög og óperuaríur. Herdís Anna Jónasdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri, í píanóleik, fiðluleik og söng, en að loknu stúdentsprófi hélt hún til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan B.Mus. prófi vorið 2006. Hún stundar nú framhaldsnám í ljóða- og óperusöng í Berlín. Herdís tók þátt í uppfærslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar meðfram náminu í LHÍ, og sl. vor söng hún hlutverk Romildu í óperunni Xerxes eftir Händel í uppfærslu Hanns Eisler-tónlistarháskólans í Berlín. Þessi unga listakona er nú snúin heim sumarlangt og gefur Ísfirðingum kost á að njóta listar sinnar. Sigríður Ragnarsdóttir er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir einnig á píanó. Sigríður hefur leikið með einsöngvurum og kórum og tekið þátt í flutningi kammertónlistar á Ísafirði um áratugaskeið auk þess sem hún hefur gegnt organistastörfum á Ísafirði og í Súðavík.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira