Latabæjarsýning fyrir hlaup 14. ágúst 2007 04:15 Gunnar Helgason leikstýrir Latabæjarleikriti fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis MYND/GVA Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi. Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi.
Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira