Krafturinn á Klais í kvöld 15. ágúst 2007 05:45 Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira