Private Cinema - Slaraffenland - Fjórar stjörnur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 20. ágúst 2007 05:00 Grófkennd en meitluð áferð plötunnur minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Segir samt ákveðna og sterka sögu. Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki. Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki.
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira