Íslendingar í Edinborg 20. ágúst 2007 04:00 Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson sáu fjöldann allan af leikritum í Edinborg, meðal annars uppsetningar frá Kóreu og Rússlandi. MYND/Vilhelm Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, eiginmaður hennar, voru nýkomin út af nýju leikriti, Damaskus, eftir Skotann David Craig, þegar Fréttablaðið náði tali af Tinnu, sem sótti Edinborgarhátíðina nú í fyrsta skipti. „Við erum búin að komast yfir ansi mikið," sagði Tinna, en hjónin eru í fríi í Skotlandi. „Við verðum hér í fimm daga og förum svo í fjallgöngu um „The Highlands"," sagði Tinna og hló við. Edinborgarhátíðin er samheiti yfir fjölda mismunandi hátíða sem fram fer í borginni um þetta leyti. Af þeim er leiklistarhátíðin Edinburgh Fringe stærst, en þar að auki stendur nú yfir bókmenntahátíð, kvikmyndahátíð og tónlistarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er alveg rosalega stór og flott hátíð og þvílíkt magn af viðburðum alls staðar að úr heiminum," sagði Tinna, en þau hjónin höfðu meðal annars séð sýningar frá Kóreu, Póllandi, Rússlandi, Hollandi og Kanada. „Við leggjum líka áherslu á að sjá ný bresk og skosk leikrit. Hér eru leikhús sem einbeita sér að því að ala upp og rækta leikritahöfunda, bæði Travers-leikhúsið og Þjóðleikhús Skota," sagði Tinna. Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur söngleikjum á Edinborgarhátíðinni, en uppfærslurnar eru hluti af mastersnámi hennar í Glasgow.MYND/stefán Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem er í mastersnámi við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, tekur þátt í tveimur sýningum á Fringe hátíðinni. „Hluti af mastersnáminu er að setja upp tvo nýja söngleiki á Fringe," útskýrði Vigdís. Söngleikirnir sem hún leikur í, Iron Curtain og The Confessions of Julian Po, eru báðir bandarískir og splunkunýir. „Þetta er heimsfrumsýning á öðrum og Evrópufrumsýning á hinum," sagði Vigdís, sem kvað sýningar hafa gengið mjög vel. „Við höfum verið að sýna fyrir nánast fullu húsi. Það þykir markvert, því það er svo mikið um að vera að fólk er þakklátt fyrir að ná kannski tíu sýningargestum," sagði hún og hló við. Á tuttugu daga tímabili sýnir Vigdís daglega. „Þetta er frekar stíft prógram, en það er gaman að taka þátt í svona alþjóðlegri leiklistarhátíð," sagði Vigdís, sem hafði þó ekki haft færi á að sækja margar sýningar sjálf. „Ég ætla að reyna að fara svolítið á morgnana í þessari viku og næstu, það eru svo margar spennandi sýningar í gangi," sagði hún. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson sáu fjöldann allan af leikritum í Edinborg, meðal annars uppsetningar frá Kóreu og Rússlandi. MYND/Vilhelm Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, eiginmaður hennar, voru nýkomin út af nýju leikriti, Damaskus, eftir Skotann David Craig, þegar Fréttablaðið náði tali af Tinnu, sem sótti Edinborgarhátíðina nú í fyrsta skipti. „Við erum búin að komast yfir ansi mikið," sagði Tinna, en hjónin eru í fríi í Skotlandi. „Við verðum hér í fimm daga og förum svo í fjallgöngu um „The Highlands"," sagði Tinna og hló við. Edinborgarhátíðin er samheiti yfir fjölda mismunandi hátíða sem fram fer í borginni um þetta leyti. Af þeim er leiklistarhátíðin Edinburgh Fringe stærst, en þar að auki stendur nú yfir bókmenntahátíð, kvikmyndahátíð og tónlistarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er alveg rosalega stór og flott hátíð og þvílíkt magn af viðburðum alls staðar að úr heiminum," sagði Tinna, en þau hjónin höfðu meðal annars séð sýningar frá Kóreu, Póllandi, Rússlandi, Hollandi og Kanada. „Við leggjum líka áherslu á að sjá ný bresk og skosk leikrit. Hér eru leikhús sem einbeita sér að því að ala upp og rækta leikritahöfunda, bæði Travers-leikhúsið og Þjóðleikhús Skota," sagði Tinna. Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur söngleikjum á Edinborgarhátíðinni, en uppfærslurnar eru hluti af mastersnámi hennar í Glasgow.MYND/stefán Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem er í mastersnámi við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, tekur þátt í tveimur sýningum á Fringe hátíðinni. „Hluti af mastersnáminu er að setja upp tvo nýja söngleiki á Fringe," útskýrði Vigdís. Söngleikirnir sem hún leikur í, Iron Curtain og The Confessions of Julian Po, eru báðir bandarískir og splunkunýir. „Þetta er heimsfrumsýning á öðrum og Evrópufrumsýning á hinum," sagði Vigdís, sem kvað sýningar hafa gengið mjög vel. „Við höfum verið að sýna fyrir nánast fullu húsi. Það þykir markvert, því það er svo mikið um að vera að fólk er þakklátt fyrir að ná kannski tíu sýningargestum," sagði hún og hló við. Á tuttugu daga tímabili sýnir Vigdís daglega. „Þetta er frekar stíft prógram, en það er gaman að taka þátt í svona alþjóðlegri leiklistarhátíð," sagði Vigdís, sem hafði þó ekki haft færi á að sækja margar sýningar sjálf. „Ég ætla að reyna að fara svolítið á morgnana í þessari viku og næstu, það eru svo margar spennandi sýningar í gangi," sagði hún.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira