Löng leið niður 23. ágúst 2007 07:00 Ewan McGregor og Charlie Boorman kátir á leiðarenda. Nordicphotos/afp Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri. Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið
Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri.
Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið