Viljum að fólk hristi búkinn 23. ágúst 2007 06:30 Hljómsveitin Jagúar Hefur aldrei verið í betra formi og segja meðlimir sveitarinnar að nýja platan sé þroskaðasta verk hennar til þessa. MYND/Hörður Fjórða hljóðversplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake it good, kom út um helgina. Vignir Guðjónsson ræddi við Samúel J. Samúelsson um gripinn. Hljómsveitin Jagúar fagnaði níu ára afmæli sínu með pomp og prakt um helgina og hélt vel heppnaða afmælis- og útgáfutónleika á Organ á laugardagskvöld. Níu ár eru liðin síðan Jagúar hóf að breiða út boðskap fönksins til landans og segir Samúel að spilagleðin hjá hljómsveitarmeðlimum hafi sjaldan verið meiri en nú. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir söngvarinn og básúnuleikarinn, sem hefur verið með sveitinni nánast frá upphafi. Samúel segir titil plötunnar fela í sér ákveðna áskorun til almennings. „Við erum að ítreka að það sé í lagi að sleppa sér þegar tækifæri gefst og hrista búkinn. Ef fólk vill standa uppi á stólum og dansa þá er það í góðu lagi líka,“ segir Samúel og bætir við að nýja platan sé líklega sú dansvænsta af þeim fjórum sem sveitin hefur gefið út. Níu lög eru á nýja gripnum og eru sjö þeirra sungin. „Við ákváðum að hverfa aftur til rótanna í tveimur lögum og leyfa spilamennskunni að njóta sín til fullnustu.“ Liðsmenn Jagúars héldu í víking til Danmerkur í febrúar síðastliðnum og tóku þar upp megnið af plötunni. „Það hafði staðið lengi til að flýja land. Við erum allir að sinna fullt af öðrum verkefnum og það var því mjög gott að fá allan hópinn saman og einbeita sér algjörlega að upptökunum. Við vorum í viku á einhverju gömlu sveitaóðali sem hefur verið breytt í hljóðver og það var mjög ljúft. Síðan dúlluðum við okkur við að klára plötuna hér heima,“ segir Samúel og bætir við að hljómsveitarmeðlimir séu mjög sáttir með útkomuna. „Verðum við ekki að segja að hún sé okkar besta og þroskaðasta verk til þessa?“ sagði Samúel og glotti. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fjórða hljóðversplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake it good, kom út um helgina. Vignir Guðjónsson ræddi við Samúel J. Samúelsson um gripinn. Hljómsveitin Jagúar fagnaði níu ára afmæli sínu með pomp og prakt um helgina og hélt vel heppnaða afmælis- og útgáfutónleika á Organ á laugardagskvöld. Níu ár eru liðin síðan Jagúar hóf að breiða út boðskap fönksins til landans og segir Samúel að spilagleðin hjá hljómsveitarmeðlimum hafi sjaldan verið meiri en nú. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir söngvarinn og básúnuleikarinn, sem hefur verið með sveitinni nánast frá upphafi. Samúel segir titil plötunnar fela í sér ákveðna áskorun til almennings. „Við erum að ítreka að það sé í lagi að sleppa sér þegar tækifæri gefst og hrista búkinn. Ef fólk vill standa uppi á stólum og dansa þá er það í góðu lagi líka,“ segir Samúel og bætir við að nýja platan sé líklega sú dansvænsta af þeim fjórum sem sveitin hefur gefið út. Níu lög eru á nýja gripnum og eru sjö þeirra sungin. „Við ákváðum að hverfa aftur til rótanna í tveimur lögum og leyfa spilamennskunni að njóta sín til fullnustu.“ Liðsmenn Jagúars héldu í víking til Danmerkur í febrúar síðastliðnum og tóku þar upp megnið af plötunni. „Það hafði staðið lengi til að flýja land. Við erum allir að sinna fullt af öðrum verkefnum og það var því mjög gott að fá allan hópinn saman og einbeita sér algjörlega að upptökunum. Við vorum í viku á einhverju gömlu sveitaóðali sem hefur verið breytt í hljóðver og það var mjög ljúft. Síðan dúlluðum við okkur við að klára plötuna hér heima,“ segir Samúel og bætir við að hljómsveitarmeðlimir séu mjög sáttir með útkomuna. „Verðum við ekki að segja að hún sé okkar besta og þroskaðasta verk til þessa?“ sagði Samúel og glotti.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira