Syngja til heiðurs George Michael 23. ágúst 2007 06:45 Friðrik Ómar og Jógvan ætla að syngja lög George Michael á Broadway í vetur. Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til. „Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael. „Hann er einn okkar uppáhaldssöngvari. Hann er að fagna 25 ára söngvaraafmæli á þessu ári og við ætlum að taka efni allt frá því hann byrjaði og þar kemur Wham! sterkt inn.“ Endurbætur standa yfir á Broadway fyrir komandi vetur og er meðal annars verið að mála húsið til að koma því í nútímalegra form. „Broadway kom og talaði við mig í vor og bað mig um að setja þetta upp,“ segir Friðrik. „Þetta hefur ekki verið gert áður hérna heima og Broadway er eini staðurinn sem býður upp á svona flott „sjóv“. Þarna verður góður matur og ball á eftir með Eurobandinu.“ Sigrún Birna Blomsterberg verður danshöfundur sýningarinnar og munu alls átta dansarar láta ljós sitt skína. Tónlistarstjóri verður Þórir Úlfarsson. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til. „Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael. „Hann er einn okkar uppáhaldssöngvari. Hann er að fagna 25 ára söngvaraafmæli á þessu ári og við ætlum að taka efni allt frá því hann byrjaði og þar kemur Wham! sterkt inn.“ Endurbætur standa yfir á Broadway fyrir komandi vetur og er meðal annars verið að mála húsið til að koma því í nútímalegra form. „Broadway kom og talaði við mig í vor og bað mig um að setja þetta upp,“ segir Friðrik. „Þetta hefur ekki verið gert áður hérna heima og Broadway er eini staðurinn sem býður upp á svona flott „sjóv“. Þarna verður góður matur og ball á eftir með Eurobandinu.“ Sigrún Birna Blomsterberg verður danshöfundur sýningarinnar og munu alls átta dansarar láta ljós sitt skína. Tónlistarstjóri verður Þórir Úlfarsson.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira