Mæju Spæju vefur vígður 24. ágúst 2007 08:00 Framhaldsleikritið um Mæju Spæju gekk vel í ungviðið í sumar. Hefur þitt barn hlaðið því niður af vef? Það er auðvelt núna. Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dagana. Síðla júlí gerði Útvarpsleikhúsið tilraun. Haldin var svokölluð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Þessi viðburður var haldinn á samhæfðum tíma um allt Ísland, því Útvarpsleikhúsið tók höndum saman við 29 bókasöfn - allt frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði- sem buðu börnum að koma og hlusta á útvarpsleikrit, nokkuð sem börn eru hætt að gera enda hafa íslenskar útvarpsstöðvar haft lítinn áhuga að ná sambandi við þau. Nú eru lokatölur komnar frá söfnunum sem tóku þátt, og tölurnar voru ekki af verri endanum. Alls mættu 837 börn á Mæju Spæju daginn. Það er tvisvar til þrisvar sinnum fleiri gestir en rúmast á frumsýningar leikrita og kvikmynda. Mikil ánægja er með þátttökuna, og að því tilefni sagði Áslaug Óttarsdóttir, formaður samtaka almenningsbókasafna í tölvupósti til Útvarpsleikhússins: „Við áttum ekki von á svona stórum hlustendahóp þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Menn eru mjög ánægðir með framtakið.“ Verkið er, eins og önnur leikverk Útvarpsleikhússins, aðgengilegt á RUV; mikil aðsókn hefur verið í að hlusta á verkið þar. Því hefur verið brugðið á það ráð að opna sérstakan Mæju Spæju vef ~ http://www.ruv.is/heim/vefir/maejaspaeja/ en þar gefst áhugasömum kostur á að hlusta á alla níu þætti verksins eins oft og þá lystir. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dagana. Síðla júlí gerði Útvarpsleikhúsið tilraun. Haldin var svokölluð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Þessi viðburður var haldinn á samhæfðum tíma um allt Ísland, því Útvarpsleikhúsið tók höndum saman við 29 bókasöfn - allt frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði- sem buðu börnum að koma og hlusta á útvarpsleikrit, nokkuð sem börn eru hætt að gera enda hafa íslenskar útvarpsstöðvar haft lítinn áhuga að ná sambandi við þau. Nú eru lokatölur komnar frá söfnunum sem tóku þátt, og tölurnar voru ekki af verri endanum. Alls mættu 837 börn á Mæju Spæju daginn. Það er tvisvar til þrisvar sinnum fleiri gestir en rúmast á frumsýningar leikrita og kvikmynda. Mikil ánægja er með þátttökuna, og að því tilefni sagði Áslaug Óttarsdóttir, formaður samtaka almenningsbókasafna í tölvupósti til Útvarpsleikhússins: „Við áttum ekki von á svona stórum hlustendahóp þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Menn eru mjög ánægðir með framtakið.“ Verkið er, eins og önnur leikverk Útvarpsleikhússins, aðgengilegt á RUV; mikil aðsókn hefur verið í að hlusta á verkið þar. Því hefur verið brugðið á það ráð að opna sérstakan Mæju Spæju vef ~ http://www.ruv.is/heim/vefir/maejaspaeja/ en þar gefst áhugasömum kostur á að hlusta á alla níu þætti verksins eins oft og þá lystir.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira