Magni - Magni: Tvær stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 25. ágúst 2007 00:01 Magni - Magni Austfirðingurinn Magni Ásgeirsson hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann gerði það gott í Rock Star Supernova sjónvarpsþáttunum, en þeir fengu metáhorf hér á landi þó að viðtökur annars staðar í heiminum hafi verið eitthvað undir væntingum. Til að ná árangri í þáttaröð eins og Rock Star þarf keppandi að sjálfsögðu bæði að geta sungið og að standast álagið sem fylgir svo erfiðri keppni. Magni kláraði hvort tveggja með stæl og endaði í fjórða sæti. Nú er fyrsta sólóplata Magna komin út og margir eflaust spenntir að heyra hvernig strákurinn spjarar sig. Rock Star er fyrst og fremst söngvarakeppni, en eins og dæmin sanna þá er ekkert samasemmerki á milli þess að standa sig vel í því að túlka lög annarra í sjónvarpsþáttum og að búa til tónlist sem eitthvað er varið í. Platan inniheldur 13 lög, 11 þeirra eru frumsamin, ýmist af Magna einum eða í samvinnu við aðra, en auk þess er útgáfa af Radiohead-laginu Creep og tónleikaupptaka af Live-laginu The Dolphin‘s Cry frá tónleikum í Laugardalshöll í desember í fyrra. Magni söng bæði þessi lög við góðar undirtektir í Rock Star þáttunum. Það verður að segjast eins og er að þessi fyrsta sólóplata Magna veldur vonbrigðum. Orðið sem kemur upp í hugann þegar maður hlustar á hana er meðalmennska. Lagasmíðarnar og textarnir eru klisjukenndir og það sama á við um hljóminn og útsetningarnar. Tónlistin fer frá því að vera hreint popp yfir í rokk og lögin í seinni flokknum (Alone, Addicted, Let Me In The Dark...) eru sérstaklega vond eftiröpun á amerísku meginstraumsrokki. Popplögin eru skárri. Fyrsta lagið á plötunni, If I Promised You The World (sem hefur þegar slegið í gegn á Íslandi) er t.d. prýðilega saminn og unninn popprokksmellur. Fín melódía og flottur bassaleikur. Play With Me og Tear Us Apart eru líka alveg þokkalegustu stykki, en á heildina litið vantar alveg ferskleikann í þessa tónlist. Magni hefur sýnt það og sannað að hann er hæfileikaríkur flytjandi og eins og heyrist svo glöggt á tónleikaupptökunni á The Dolphin’s Cry þá á hann auðvelt með að ná upp stemningu og hrífa fólk með sér. Hann á vonandi eftir að finna sig tónlistarlega, en á þessari fyrstu sólóplötu er hann á villigötum. Rock Star Supernova Tónlistargagnrýni Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Austfirðingurinn Magni Ásgeirsson hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann gerði það gott í Rock Star Supernova sjónvarpsþáttunum, en þeir fengu metáhorf hér á landi þó að viðtökur annars staðar í heiminum hafi verið eitthvað undir væntingum. Til að ná árangri í þáttaröð eins og Rock Star þarf keppandi að sjálfsögðu bæði að geta sungið og að standast álagið sem fylgir svo erfiðri keppni. Magni kláraði hvort tveggja með stæl og endaði í fjórða sæti. Nú er fyrsta sólóplata Magna komin út og margir eflaust spenntir að heyra hvernig strákurinn spjarar sig. Rock Star er fyrst og fremst söngvarakeppni, en eins og dæmin sanna þá er ekkert samasemmerki á milli þess að standa sig vel í því að túlka lög annarra í sjónvarpsþáttum og að búa til tónlist sem eitthvað er varið í. Platan inniheldur 13 lög, 11 þeirra eru frumsamin, ýmist af Magna einum eða í samvinnu við aðra, en auk þess er útgáfa af Radiohead-laginu Creep og tónleikaupptaka af Live-laginu The Dolphin‘s Cry frá tónleikum í Laugardalshöll í desember í fyrra. Magni söng bæði þessi lög við góðar undirtektir í Rock Star þáttunum. Það verður að segjast eins og er að þessi fyrsta sólóplata Magna veldur vonbrigðum. Orðið sem kemur upp í hugann þegar maður hlustar á hana er meðalmennska. Lagasmíðarnar og textarnir eru klisjukenndir og það sama á við um hljóminn og útsetningarnar. Tónlistin fer frá því að vera hreint popp yfir í rokk og lögin í seinni flokknum (Alone, Addicted, Let Me In The Dark...) eru sérstaklega vond eftiröpun á amerísku meginstraumsrokki. Popplögin eru skárri. Fyrsta lagið á plötunni, If I Promised You The World (sem hefur þegar slegið í gegn á Íslandi) er t.d. prýðilega saminn og unninn popprokksmellur. Fín melódía og flottur bassaleikur. Play With Me og Tear Us Apart eru líka alveg þokkalegustu stykki, en á heildina litið vantar alveg ferskleikann í þessa tónlist. Magni hefur sýnt það og sannað að hann er hæfileikaríkur flytjandi og eins og heyrist svo glöggt á tónleikaupptökunni á The Dolphin’s Cry þá á hann auðvelt með að ná upp stemningu og hrífa fólk með sér. Hann á vonandi eftir að finna sig tónlistarlega, en á þessari fyrstu sólóplötu er hann á villigötum.
Rock Star Supernova Tónlistargagnrýni Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira