Tónleikaferð lokið 28. ágúst 2007 08:30 Rokkararnir síungu í The Rolling Stones hafa lokið tónleikaferð sinni um heiminn. AFP Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn. Jagger var þó spar á yfirlýsingarnar á lokatónleikunum sem voru haldnir í London. Þakkaði hann einfaldlega öllum þeim sem komu og hlustuðu á sveitina fyrir að hafa staðið með þeim félögum þótt ýmislegt hafi gengið á. Á meðan á tónleikaferðinni stóð misstu bæði Jagger og Richards annað foreldri sitt og Ronnie Wood missti eldri bróður sinn. Richards þurfti einnig að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-eyjum á síðasta ári. Stones spilaði á 146 tónleikum í 31 landi fyrir framan 2,2 milljónir áhorfenda. Á meðal þjóða sem sveitin heimsótti í fyrsta sinn voru Kínverjar, Rúmenar og Serbar, auk þess sem hún spilaði í fyrsta sinn á Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Tekjur af miðasölu námu um nítján milljörðum króna. Heimildarmynd Martins Scorsese um Stones, Shine a Light, kemur út í apríl á næsta ári og munu Jagger og félagar taka þátt í að kynna þá mynd, endurnærðir eftir langþráða hvíld. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn. Jagger var þó spar á yfirlýsingarnar á lokatónleikunum sem voru haldnir í London. Þakkaði hann einfaldlega öllum þeim sem komu og hlustuðu á sveitina fyrir að hafa staðið með þeim félögum þótt ýmislegt hafi gengið á. Á meðan á tónleikaferðinni stóð misstu bæði Jagger og Richards annað foreldri sitt og Ronnie Wood missti eldri bróður sinn. Richards þurfti einnig að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-eyjum á síðasta ári. Stones spilaði á 146 tónleikum í 31 landi fyrir framan 2,2 milljónir áhorfenda. Á meðal þjóða sem sveitin heimsótti í fyrsta sinn voru Kínverjar, Rúmenar og Serbar, auk þess sem hún spilaði í fyrsta sinn á Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Tekjur af miðasölu námu um nítján milljörðum króna. Heimildarmynd Martins Scorsese um Stones, Shine a Light, kemur út í apríl á næsta ári og munu Jagger og félagar taka þátt í að kynna þá mynd, endurnærðir eftir langþráða hvíld.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira