Halló Hafnarfjörður 29. ágúst 2007 06:30 Hilmar Jónsson Hafnarfjarðarleikhúsið er stórt í umsvifum á komandi vetri: sjö sýningar verða á fjölunum í áhaldahúsinu sem Hafnarfjarðarbær breytti í leikhús fyrir fáum árum. Þar hefur aðsetur leikflokkur Hilmars Jónssonar og Erlings Jóhannessonar og er með samning við bæinn og Leiklistaráð. Frá fyrra leikári taka þeir upp Abbababb, söngleik eftir Dr. Gunna og Felix Bergsson. Um jól verður Augasteinn á ferð, en önnur verkefni eru ætluð fullorðnum: Blackbird eftir David Harrow sló í gegn á Edinborgarhátíð í leikstjórn Peter Stein og verður frumsýnt 5. október. Ögrandi verk um forboðið efni. Ugly Duck setur dansverk á svið og eftir áramótin er von á nýjum verkum eftir Hávar Sigurjónsson og Jón Atla, auk samvinnuverks listakvenna um móðurhlutverkið. Þessi aukning á umsvifum í Hafnarfjarðarleikhúsi er gleðileg. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hafnarfjarðarleikhúsið er stórt í umsvifum á komandi vetri: sjö sýningar verða á fjölunum í áhaldahúsinu sem Hafnarfjarðarbær breytti í leikhús fyrir fáum árum. Þar hefur aðsetur leikflokkur Hilmars Jónssonar og Erlings Jóhannessonar og er með samning við bæinn og Leiklistaráð. Frá fyrra leikári taka þeir upp Abbababb, söngleik eftir Dr. Gunna og Felix Bergsson. Um jól verður Augasteinn á ferð, en önnur verkefni eru ætluð fullorðnum: Blackbird eftir David Harrow sló í gegn á Edinborgarhátíð í leikstjórn Peter Stein og verður frumsýnt 5. október. Ögrandi verk um forboðið efni. Ugly Duck setur dansverk á svið og eftir áramótin er von á nýjum verkum eftir Hávar Sigurjónsson og Jón Atla, auk samvinnuverks listakvenna um móðurhlutverkið. Þessi aukning á umsvifum í Hafnarfjarðarleikhúsi er gleðileg.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira