Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló 29. ágúst 2007 09:54 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann segir stjórnendum bankans hafa litist vel á kauphöllina í Osló sem fjárfestingarkost. Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira