Melódísk poppmúsík 2. september 2007 12:30 Óli Trausta hefur gefið út sína fyrstu plötu. rósa Laga- og textasmiðurinn Ólafur Sveinn Traustason hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist einfaldlega Óli Trausta. Á plötunni, sem kemur út á vegum Zonet, eru tólf lög í flutningi söngvara á borð við Pál Rósinkranz, Sigurjón Brink og Edgar Smára Atlason. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessu. Sum af þessum lögum eru nokkurra ára en sum eru tiltölulega ný,“ segir Ólafur Sveinn, sem syngur sjálfur lagið „Ef það er nokkuð til“. „Þetta er frekar melódísk poppmúsík. Flest af þessum lögum eru frekar róleg,“ bætir hann við. Öll lögin eru eftir Ólaf en nokkrir af textunum eru eftir Magnús ÞórSigmundsson. Eitt ljóð er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Úrvalslið hljóðfæraleikara sér um undirleikinn og má þar nefna Ásgeir Óskarsson, Guðmund Pétursson, Gunnlaug Briem, Pétur Hjaltested og Egil Rafnsson. „Þetta er stór og mikill hópur af góðu fólki, bæði þekktu og minna þekktu. Þetta er allt saman mjög gott fólk og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ólafur. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laga- og textasmiðurinn Ólafur Sveinn Traustason hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist einfaldlega Óli Trausta. Á plötunni, sem kemur út á vegum Zonet, eru tólf lög í flutningi söngvara á borð við Pál Rósinkranz, Sigurjón Brink og Edgar Smára Atlason. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessu. Sum af þessum lögum eru nokkurra ára en sum eru tiltölulega ný,“ segir Ólafur Sveinn, sem syngur sjálfur lagið „Ef það er nokkuð til“. „Þetta er frekar melódísk poppmúsík. Flest af þessum lögum eru frekar róleg,“ bætir hann við. Öll lögin eru eftir Ólaf en nokkrir af textunum eru eftir Magnús ÞórSigmundsson. Eitt ljóð er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Úrvalslið hljóðfæraleikara sér um undirleikinn og má þar nefna Ásgeir Óskarsson, Guðmund Pétursson, Gunnlaug Briem, Pétur Hjaltested og Egil Rafnsson. „Þetta er stór og mikill hópur af góðu fólki, bæði þekktu og minna þekktu. Þetta er allt saman mjög gott fólk og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ólafur.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira