Tarantino brjálaður út í Bond 3. september 2007 09:45 Tarantino segir það hafa verið sína hugmynd að endurgera Casino Royale. Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira