Stuttmyndir á 48 tímum 3. september 2007 09:30 Sylvain Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem ætlar að fá Íslendinga til að gera hraðstuttmyndir í tengslum við kvikmyndahátíðina í haust. Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. „Við erum að leita að fólki sem vill gera stuttmyndir. Leikstjórum, leikurum, tónlistarfólki, klippurum, ljósafólki, bökurum, skóurum, bara hverjum sem er sem langar að taka þátt í að gera stuttmyndir,“ segir Sylvain Lavigne sem stendur fyrir Gretti kabarett í tengslum við RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina. Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Kabarettinn er sprottinn upp frá kanadísku verkefni sem kallast Kino Kabarett. Verkefnið snýst um að fá fólk til að gera stuttmyndir frá grunni á 48 klukkutímum sem eru svo sýndar daginn eftir að þær eru tilbúnar. Síðustu ár hefur þetta verið gert í tengslum við kvikmyndahátíðir víða um heim. Hér verður þetta gert í tengslum við RIFF og ákveðnir hafa verið þrír sýningardagar þar sem afraksturinn verður sýndur. „Allir mega taka þátt í þessu, fólk þarf ekkert að hafa komið nálægt kvikmyndagerð áður. Myndirnar mega vera hvernig sem er um hvað sem er. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona kabarett i Berlín, Manchester og víðar og það hefur alltaf verið mjög gaman. Myndirnar sem verða til eru oft mjög flottar,“ segir Lavigne. Þá sem langar að taka þátt í kabarettnum án þess að gera stuttmynd geta hýst þátttakendur. „Hluti af skemmtuninni við þetta er að fá að gista hjá einhverjum sem býr í borginni. Þannig kynnist maður fólki sem maður hefði annars ekki kynnst og upplifir borgina allt öðruvísi en túristi.“ Þeir sem vilja vera með skrá sig í bækistöðvum kabarettsins þegar kvikmyndahátíðin byrjar. Nánar verður tilkynnt síðar hvar bækistöðvarnar verða. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. „Við erum að leita að fólki sem vill gera stuttmyndir. Leikstjórum, leikurum, tónlistarfólki, klippurum, ljósafólki, bökurum, skóurum, bara hverjum sem er sem langar að taka þátt í að gera stuttmyndir,“ segir Sylvain Lavigne sem stendur fyrir Gretti kabarett í tengslum við RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina. Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Kabarettinn er sprottinn upp frá kanadísku verkefni sem kallast Kino Kabarett. Verkefnið snýst um að fá fólk til að gera stuttmyndir frá grunni á 48 klukkutímum sem eru svo sýndar daginn eftir að þær eru tilbúnar. Síðustu ár hefur þetta verið gert í tengslum við kvikmyndahátíðir víða um heim. Hér verður þetta gert í tengslum við RIFF og ákveðnir hafa verið þrír sýningardagar þar sem afraksturinn verður sýndur. „Allir mega taka þátt í þessu, fólk þarf ekkert að hafa komið nálægt kvikmyndagerð áður. Myndirnar mega vera hvernig sem er um hvað sem er. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona kabarett i Berlín, Manchester og víðar og það hefur alltaf verið mjög gaman. Myndirnar sem verða til eru oft mjög flottar,“ segir Lavigne. Þá sem langar að taka þátt í kabarettnum án þess að gera stuttmynd geta hýst þátttakendur. „Hluti af skemmtuninni við þetta er að fá að gista hjá einhverjum sem býr í borginni. Þannig kynnist maður fólki sem maður hefði annars ekki kynnst og upplifir borgina allt öðruvísi en túristi.“ Þeir sem vilja vera með skrá sig í bækistöðvum kabarettsins þegar kvikmyndahátíðin byrjar. Nánar verður tilkynnt síðar hvar bækistöðvarnar verða.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira